Fótboltamenn hættir að krjúpa

Enskir knattspyrnumenn tóku upp á því að krjúpa kné í upphafi leiks í vor. Ástæðan er að vinstrimenn í Bandaríkjunum gáfu út að allir væru rasistar er ekki krupu í upphafi kappleiks. Við búum í heimsþorpi með allri þeirri vitleysu er fylgir og sauðirnir fylgja hjörðinni.

Nema hvað, enskir eru smátt og smátt að hætta að krjúpa áður en tuðrunni er sparkað. Gamall framherji, Les Ferdinand, sem nú er hjá QPR útskýrir: þetta er þykjustusamúð.

Að krjúpa sýnir auðmýkt. Þegar menn falla á kné fyrir rætinni vinstrimennsku blasir ekki við auðmýkt heldur aumingjaháttur.


Skimun á landamærum, forsenda vægari aðgerða

Tvöföld skimun á landamærum er forsenda þess að ekki þarf að fara í harðar almennar aðgerðir þótt upp komi hópsmit á afmörkuðum stöðum innanlands, s.s. skemmtistöðum.

Á meðan nýgengi smita erlendis frá er nær útilokað þarf ekki að hafa jafn harkalegar sóttvarnir innanlands og annars þyrfti.

Þokkalegar líkur eru á að smittölur síðustu daga nái hratt hámarki og lækki í kjölfarið.

Það má alveg vera bjartsýnn.

 


mbl.is Hertra aðgerða ekki þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband