Hvað með Sundabraut, Viðreisn?

Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæm og ætti að skipa sérstakan sess hjá Viðreisn, sem vill auka opinberar framkvæmdir á tíma efnahagssamdráttar.

En, nei, það er engin Sundabraut á óskalista Viðreisnar.

Hvað veldur?


mbl.is Vilja snarpari viðbrögð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á dauðsföllum

Fáir deyja í seinni bylgju kórónuveirunnar, segir þýska útgáfan Die Welr. En samt er alþjóð logandi hrædd, lokar samfélögum og lamar efnahagslíf.

Þegar fyrri bylgjan reið yfir síðvetrar var ekki skortur á dauðsföllum. Til að fá almenning í lið með sér stunduðu stjórnvöld hræðsluáróður. Minna á Íslandi en víðast annars staðar. En Ísland er á vestrænu umræðusvæði og smitaðist af óttanum.

Til að byrgja brunnin áður en barnið dytti ofan í var gripið til ráðstafana hér á landi miðsumars að hemja seinni bylgjuna. Íþróttir voru stundaðar án áhorfenda, menningarlífið lokaði og skólar opnuðu aðeins í hálfa gátt. 

Mesta umræðan var um 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun þeirra er koma til landsins. Einmitt vegna þeirrar ráðstöfunar verður hægt að aflétta takmörkunum á hversdagslífi landsmanna. Líklega strax um miðjan september.

Jón Ívar læknir leggur til að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar þeirra er koma til landsins og að áfram verði skimað tvöfalt. Útfærsla á þeirri leið hlýtur að koma til álita í október. Gangi það eftir erum við í góðum málum, sem fyrr.


mbl.is Vill að stjórnvöld endurskoði sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband