Borgarar og ekki-borgarar

Íslenskur þegn er borgari lýðveldisins. Á Íslandi býr hann að réttindum og ber skyldur. Útlendingur er ekki í sömu stöðu. Hann er hvorki íslenskur þegn né borgari hér á landi. Þar af leiðir nýtur hann hvorki sömu réttinda og Íslendingar né ber sömu skyldur.

Fyrirmæli um sóttkví höfða til þegnskapar, þau eru öðru fremur samfélagslegt skylduboð þótt reglur um sóttkví séu einnig skráðar og brot á þeim varða viðurlögum.

Þegar Víðir spyr 

Vilj­um við búa í sam­fé­lagi með mjög miklu lög­reglu­eft­ir­liti eða vilj­um við búa í sam­fé­lagi þar sem við treyst­um borg­ur­un­um?

vantar inn í spurninguna næmni fyrir hugmyndinni um þegnskap. Útlendingar eru borgarar, bara ekki Íslands, heldur einhvers annars ríkis. Þegnskapurinn er við önnur gildi og annað samfélag.

Enginn er heimsborgari þegar kemur að þegnskap. Virk landamæri eru nauðsynlegri en nokkru sinni áður. Ísland verður að segja sig frá Schengen-samstarfinu sem er til óþurftar fyrir land og þjóð.


mbl.is Spurning um samfélagið sem við viljum búa í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabót til láglaunafólks

Í kjarasamningum síðustu ára er þeirri röksemd beitt að láglaunafólk sé á leigumarkaði enda eigi það ekki fyrir útborgun á íbúð. Eflaust er það rétt.

Kórónukreppan veitir leigjendum kjarabót með því að leiguverð stendur í stað og jafnvel lækkar þegar engir eru ferðmennirnir að keppa við um íbúðarhúsnæði.

Hlutfallsleg lækkun á leigu hlýtur að hafa áhrif á viðræður SA og ASÍ um skynsamlega niðurstöðu í kjaramálum.


mbl.is Leiguverð hækkað mun minna en íbúðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk hvít kona - hlýtur að vera norn

Frjálslyndir og vinstrimenn mmunu gera norn úr tilnefningu Trump forseta til hæstaréttar Bandaríkjanna. Síðasta útnefning forsetans, vammlaus hvítur miðaldra karlmaður, fékk þá útreið að vera nauðgari sem skólastrákur. Vitnið gegn dómaranum, og meintur þolandi ofbeldisins, var kona sem hann hafði aldrei hitt. 

Í menningarstríðinu, sem nú geisar í Bandaríkjunum, og kallast stjórnmál, eru engin bolabrögð of lúaleg til að ekki megi nota þau. Illgirni fléttuð með trúgirni í orðræðu félagsmiðla eru engin takmörk sett.

Skáldskapur, eins og að Pútín Rússlandsforseti hafi tryggt kjör Trump 2016, fær vængi og er trúað af pólitískri sannfæringu.

Amy Coney Barrett er kaþólsk og fyllir flokk íhaldsmanna. Andstæðingarnir eru guðlausir í meira lagi en þó sannfærðir að djöfullinn leiki lausum hala og sé hvítur á lit.

 


mbl.is Hver er Amy Coney Barrett?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband