Miðflokkurinn eða Píratar

Kórónukreppan tryggir Sjálfstæðisflokknum trausta kosningu í vor. Fjórðungur og allt upp í þriðjungur þjóðarinnar hefur hvorki smekk fyrir né efni á efnahagsrugli vinstriflokkanna.

Aftur er spurning hvort það verði Miðflokkur eða Píratar sem koma næstir. Píratar rótast í fylgi sem lætur sig efnahagsmál litlu varða en klæjar í fingurna að gera hávaða út af þeirri tegund sjálfsmyndarstjórnmála er hæst rís hverju sinni. Miðflokkurinn er á öðrum miðum menningarstjórnmála. Vel kunnur bróðir sitjandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins kallar þennan kjósendahóp ,,þjóðvinafélagið". Laglegt nafn og lýsandi.

Þegar nær dregur kosningum vega efnahagsmálin þyngra en síðustu þrennum kosningum, sem haldnar voru í góðæri. En það verða tvö til fjögur önnur kosningamál, óvíst enn hver þau verða, sem skilja á milli feigs og ófeigs, Pírata og Miðflokksins.


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Gallinn við þetta er samt sá að krakkarnir í forystu Sjálfstæðisflokksins eru mun svagari fyrir Pírötum og sjálfsmyndarstjórnmálum. Miðflokkinn þykir ekki nógu samfélagsmiðlalegur hjá sæta fólkinu. Svo eru sjallarnir líka komnir á fullt í forræðishyggjuna smbr. nýlega afstöðu hluta borgarstjórnarflokksins til Borgarlínu. "If they don't want it er should make them".

Valur Arnarson, 24.9.2020 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband