Thomas Sowell og rasistaiðnaðurinn

Thomas Sowell er þeldökkur Bandaríkjamaður, vel skynsamlegur prófessor og metsöluhöfundur.

Hér ræðir hann í 8 mínútur um herleiðingu svartra Bandaríkjamanna í þágu frjálslyndra og vinstrimanna.

Það má læra af Sowell.


Beiskja og stjórnleysi í pólitík - 1991 og 2016

Hvorki Joe Biden né Trump forseti bjuggu til biturð og stjórnleysi sem einkenna stjórnmál vestan hafs og víðar á vesturlöndum.

Ekki er hægt að kenna fátækt, stríði eða náttúruhamförum um stjórnmálaástandið. Bandaríkin og vesturlönd almennt búa við meiri hagsæld og velferð en nokkru sinni í sögunni.

Hvernig á að skilja pólitíska ófriðinn?

Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar leggja yfirvegað mat á stöðu mála nú um stundir er sennilegt að þeir miði ýmist við 1991, fall Sovétríkjanna, og 2016 þegar Trump var kjörinn forseti í fyrra skiptið og eyþjóðin og gamla heimsveldið kaus úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit.

1991 töpuðu vinstrimenn sinni Paradís. Æ síðan eru þeir með trúarnjálg, boða heimsendahlýnun og aðrar manngerðar hamfarir; sjá þá einu lausn að nýtt alþjóðaríki, eitthvað Grétu-sovét, komi í stað bræðralags kommúnisma. 2016 dó þessi draumur með Trump og Brexit. Vinstrimenn og frjálslyndir gengu af göflunum og gerðust brennuvargar.

Sérstaklega næmir sagnfræðingar framtíðarinnar munu einnig tefla fram árinu 2004 sem skapadægri. En það ár stofnaði bandarískur gyðingur Facebook og gaf brennuvörgunum þénugt verkfæri.


mbl.is Bituryrði og stjórnleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættbálkastríð í beinni

Ljótustu kappræður forsetaframbjóðenda sögunnar, segir Telegraph um sjónvarpskappræður Trump forseta og Biden áskoranda. Menningarstríðið í Bandaríkjunum er á milli tveggja ættbálka, frjálslyndra og íhaldsmanna. 

Stríðið snýst um hvernig Bandaríkjamenn vilja skilja heiminn. Biden og frjálslyndir boða alþjóðavæddan heim stóra bróður er bjargar syndugum frá eymdarlífi en Trump talar fyrir þeirri stefnu að hver sé sinnar gæfu smiður, einstaklingar sem þjóðir. 

Biden er fulltrúi hjarðarinnar í leit að sannleikanum en Trump er Bjartur í Sumarhúsum.

Félagsmiðlar eru helsti vettvangur ættbálkastríðsins. Þar sækir hver í sitt sakramenti til staðfestingar á réttri trú. Bandaríkin voru stofnuð á tíma landpóstanna, þegar hestar báru orðsendingar á milli manna. Innviðirnir þoldu ljósvakabyltinguna á síðustu öld og borgarastríðið á 19. öld.

Stafræna byltingin ríður Bandaríkjunum ekki að fullu. En hún afhjúpar veikleika lýðræðisins. Nú snöktir hver í sínum bergmálshelli á meðan lýðurinn brennir hús og híbýli í leit að betra lífi.

Bjartur sigrar Biden.  

 

 

 


mbl.is Kosningamartröð samfélagsmiðlanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband