Svört líf bandarísk og svartar skoðanir íslenskar

Svört líf skipta máli er öfgahreyfing í Bandaríkjunum með það að markmiði að ganga milli bols og höfuðs á kjarnafjölskyldunni og valda samfélagsupplausn með ásökunum um rasisma. Þeldökkir Bandaríkjamenn eins og Larry Elder og Coleman Hughes gagnrýna kenninguna um kerfislægan rasisma, sem er hornsteinn hugmyndafræði Svartra lífa er skipta máli.

Víkur nú sögunni til Íslands. Anna Karen Jónsdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudag með fyrirsögninni ,,Rasismi og affjármögnun lögreglu."

Grein Önnu Karenar er vel rökstudd gögnum og tölum og þarft framlag til umræðu sem í eðli sínu er bandarísk en virðist einnig eiga hljómgrunn á Fróni.

Viðbrögðin við grein Önnu Karenar eru stórundarleg, svo ekki sé meira sagt. Í stað þess að ræða efni greinarinnar stunda sjálfskipaðir talsmenn Svartra lífa er skipta máli persónuníð og saka höfund um rasisma og fleira ógeðfellt.

Svört líf eru ekki mörg á Íslandi en kappnóg er af svörtum skoðunum.


Ferðamenn koma óorði á ferðaþjónustuna

Draugfullur erlendur ferðamaður með dólgshátt í miðbæ Reykjavíkur er ein frétt. Önnur er af þrem erlendum ferðamönnum glæpsamlega innréttuðum, sem eiga að vera í sóttkví, en dunda sér við að dreifa líkamsvessum á veitingastöðum.

Sennilega eru viðurlög of væg og eftirlit of lítið með þeim ferðamönnum sem enn koma til landsins og eiga að haga sér eins og menn.

Ferðaþjónustan hlýtur að koma með tillögur um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skjólstæðingar hennar stofni lýðheilsu í hættu.


mbl.is Ferðamenn brutu reglur um sóttkví í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband