Trump-flokkur í Þýskalandi - til vinstri

Trump varð forseti til að bæta hag lágtekju- og millitekjufólks. Maður sem ferðaðist um Bandaríkin, Victor Davis Hanson, sér merki þess að verndartollar og harðari innflytjendastefni skil sér í betri hag launafólks.

Ný vinstriflokkur í Þýskalandi,Vaknið, notar sömu rök og Trump. Samkvæmt vinstriútgáfunni Guardian segir Sahra Wagenknecht  á stofnfund flokksins: niðurstöður könnunar sýna 40% launþega búa við lægri ráðstöfunartekjur en fyrir 20 árum. Þessu verði að breyta.

Það var og. Vinstrimenn taka upp Trump-stefnu. Og það í sjálfu Þýskalandi.   


Ísland eignast óvini - þar sem áður voru vinir

Samskipti Íslands og Rússlands, áður Sovétríkjanna, hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar studdu okkur í landhelgisstríðinu. Bretar lokuðu á okkur en Rússar keyptu fiskinn.

Á tímum kommúnisma og köldu stríði gátum við samt ekki leyft okkur of nána vináttu. Sovétríkin stóðu fyrir útþenslu framandi hugmyndafræði, beittu nágrannaþjóðir yfirgangi, samanber Ungverjaland og Tékkóslóvakíu, sem fengu að kenna á herjum Varsjárbandalags kommúnistaríkja.

Ísland var í Nató, með herverndarsamning við Bandaríkin, og taldi sig til lýðræðisþjóða Vestur-Evrópu.

En svo féll Berlínarmúrinn, kommúnisminn gufaði upp og Sovétríkin sömuleiðis. Allt á tveggja ára tímabili, 1989 til 1991.

Allar forsendur voru fyrir auknum samskiptum okkar við Rússland sem reyndi að hökta og skrölta í átt að lýðræði, líkt og öll Austur-Evrópa. En þá brá nýrra við. Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að Rússland yrði áfram óvinur númer eitt í heiminum. Varsjárbandalag kommúnistaríkja var aflagt en Nató stækkað í austur, gagngert til að sauma að Rússum sem voru í sárum. 

Við sameiningu Þýskalands fengu Rússar loforð fyrir því Nató yrði ekki stækkað í austur. Það loforð var svikið blákalt.

Ágangur Bandaríkjanna/ESB við vesturlandamæri Rússlands leiddi til Úkraínudeilunnar 2014. Við það urðu Íslendingar í gegnum Nató-aðild og EES-samninginn óvinir Rússa.

Óvinátta okkar og Rússa er siðlaus, ræðst eingöngu af stórveldapólitík, þar sem svokallaðir vinir okkar hafa á röngu að standa. Að einhverju marki þurfum við að fylgja bandalagsríkjum okkar. En við eigum að láta í ljós vanþóknun okkar á siðlausu framferði. Jafnframt eigum við að losa okkur við bandalög sem þjóna ekki hagsmunum okkar. Til dæmis EES-samninginn.


mbl.is Ísland styður á þriðja tug þvingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildarhagsmunir eða einkahagsmunir lækna

Hvort er líklegra, að læknar í einkarekstri horfi fremur til almannahagsmuna, eða afkomu fyrirtækisins sem þeir reka?

Hvort er líklegra að jafnræði til heilbrigðisþjónustu verði betur tryggt með opinberum rekstri eða einkarekstri?

Málið er ekkert ýkja flókið. Annað tveggja viljum við að almenningur eigi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eða að við viljum innleiða ójöfnuð.


mbl.is Fagnar að horft sé til heildarmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefning á tímum samfélagsmiðla - fæst ekki

Fjölmiðlar dansa eftir takti samfélagsmiðla. Lýðræðinu er að mörgu leyti betur borgið með samfélagsmiðlum en án þeirra. Fleiri taka til máls, erfiðara er að beita þöggun.

En hefndarþorsti og múgsefjun fylgir lýðræðinu frá öndverðu: Aþenumenn dæmdu Sókrates til dauða.

Á tímum samfélagsmiðla eru fjölmiðlar ágengari - oft miskunnarlausari - en þeir voru fyrir daga netmiðlunar. Þeir eru í beinni samkeppni um fréttir og frásagnir. Á samfélagsmiðlum er fyrst skotið en síðan spurt um sekt eða sýknu líksins. Fjölmiðlar tileinka sér æ oftar sömu vinnubrögð.

Er samfélagið betra eða verra á tímum samfélagsmiðla? Sumpart betra en að öðru leyti verra. Gildi sem einu sinni þóttu virðingarverð, eins og fyrirgefning gamalla synda, eru farin í hundana. Mögulega, en aðeins mögulega, eru forvarnir í samfélagsmiðlum. Kannski hugsa einhverjir með synduga hugsun sig um tvisvar eða þrisvar áður en þeir láta til skarar skríða af ótta við að afhjúpun. Á móti kemur að sumir saklausir eru teknir af lífi í fárinu sem verður stundum til á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar breiða út.

Syndin fylgir manninum frá upphafi. Í heimi fámiðlunar áttu syndarar skjól, glæpamenn sömuleiðis. Skjólin eru heldur færri nú til dags. 

 


mbl.is Bað Þóri að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump sigrar óþekkta embættismanninn

Trump er á móti kerfinu sem svelti bandarískan almenning. Störf milli- og lágtekjufólks voru undir Obama, Bush og Clinton flutt frá Bandaríkjunum til Mexíkó og Kína. Störfin sem voru eftir gáfu svo lítið í aðra hönd að launþegar í fullri vinnu þurftu félagslega aðstoð að láta enda ná saman.

Óþekkti embættismaðurinn skrifar nafnlausa grein í New York Times að Trump sé siðblindur og óstabíll sem steypa verði af stóli. Óþekkti embættismaðurinn er Kerfið með stóru ká-i.

Andstæðingar Trump hafa gert hann að grískri hetju margra lasta en stórra afreka. Trump er Akkilles í Hómerskviðu en óþekkti embættismaðurinn Agamemnon; freki hundurinn með hérahjartað - sum sé huglaus.

Leikritið með nafnlausa embættismanninn í aðalhlutverki fellur fullkomlega að hetjuímynd Trump. Ef ekki ætti í hlut svarinn óvinur Trump, þ.e. New York Times, háborg frjálslynda stjórnmálakerfisins, mætti ætla að handritið væri skrifað í Hvíta húsinu til að sýna baráttu góðs og ills, forsetann á móti Kerfinu. 


mbl.is Pence ekki óþekkti embættismaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga læknar afslátt?

,,Ef hann [læknir] vinnur meira en tíu þúsund eining­r þá borgar hann fimmtíu prósent afslátt af því sem er umfram það," segir formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Borga sérfræðilæknar afslátt?

Nei, ríkið kaupir alla vinnu af sérfræðilæknum sem eru á samningi, þ.e. niðurgreiðir einkastofur þeirra. Ef ekki væri fyrir skattfé almennings yrðu læknar að loka stofunum.

En þegar læknar veita afslátt af magnkaupum ríkisins á þjónustu þeirra heitir það að læknar ,,borgi" afsláttinn.

Skrítið þetta læknamál. En stórmannlegt er það ekki.


mbl.is Ekki stórmannlegt að skamma læknana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

May: Rússar eru kjánar II

Í gær sagði May forsætisráðherra Bretlands að meintir tilræðismenn í Skrípal-eitruninni hefðu komið undir fölskum nöfnum til Bretlands: Alexander Petrov og Ruslan Boshirov.

May sagði jafnframt að mennirnir tveir ynnu fyrir rússnesku leyniþjónustuna GRU.

Með leyfi að spyrja: hvernig getur May vitað að nöfnin eru fölsk en vinnuveitandinn sannur?

Eru Rússarnir virkilega svo miklir kjánar að hafa fyrir því að útbúa fölsk vegabréf en tilgreina jafnframt að handhafar vegabréfanna starfi í þágu leyniþjónustunnar?

Er ekki líkleg skýring að May hafi fölsuð nöfn meintra tilræðismanna en enga hugmynd um hver gerði þá út af örkinni?


mbl.is May: Starfa fyrir rússneska herinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar vilja ekki samkeppni, heldur pilsfaldakapítalisma

Sumir læknar kalla það tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir fátæka, ef þeir fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu með hverjum sjúklingi sem labbar inn á einkapraxís þeirra.

Þetta er að snúa hlutunum á haus. Læknir með tilskilin réttindi má vitanlega lækna - þó það nú væri - en hvergi nærri er sjálfsagt að ríkið niðurgreiði atvinnu læknanna. Af hverju fara þessir læknar ekki í samkeppni? Sá sem hér ritar fór á ríkisrekna heilsugæslu og borgaði 3100 kr. fyrir sjö mínútur hjá heimilislækni. Hvers vegna býður ekki einkarekinn heimilislæknir viðtalið á 1000 kr.?

Læknar vilja ekki einkarekstur með tilheyrandi samkeppni. Þeir vilja fá ríkispeninga til að stunda sinn atvinnurekstur. Á mannamáli heitir þetta pilsfaldakapítalismi.

Pólitískir stuðningsmenn pilsfaldakapítalisma læknanna grafa undan meginreglunni um að landsmenn skulu allir njóta jafnræðis í heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem fá námið sitt niðurgreitt af ríkinu, hafa heila stjórnmálaflokka á bakvið sig til að krefjast ríkisframlags til einkareksturs.Þetta er kennt við einstaklingsfrelsi og samkeppni en er hreinræktaður sósíalismi andskotans. Fáránlegri getur pólitíkin ekki orðið.


mbl.is Segist ekki brjóta lög með synjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-Bogi við Katrínu: þú sveikst okkur

Bogi Ágústsson RÚV-ari frá því að sjónvarpið var sent út í svart-hvítu fékk Katrínu Jakobsdóttur í beina útsendingu til að ræða siðferði í stjórnmálum.

Önnur spurning Boga til forsætisráðherra var efnislega þessi: þú sveikst okkur, tókst Vinstri græna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir vilyrði um annað.

Bogi þóttist koma fram fyrir hönd almennings þegar hann þýfgaði Katrínu um sérhagsmuni RÚV.

Merkilegt.


Rússar eru kjánar, segir May

Rússneskir morðingjar, sendir sérstaklega af Pútín forseta til að eyðileggja heimsmeistaramótið í Rússlandi, lentu með Aeroflotflugi SU2588 í London 2. mars - beint frá Moskvu.

Tilræðismennirnir höfðu það verkefni að drepa Skipal-feðginin. Vopnið var háþróað eitur, novichok.

Allt fór þetta í vaskinn. Skrípal-feðginin lifðu af tilræðið en breskt par, sem rótaði í ruslagámum, sýktist og ung kona dó.

May forsætisráðherra Breta vill að við trúum þessari sögu. Ef hún er rétt eru Rússar kjánar sem ekki kunna til verka, hvorki að skipuleggja morð né framkvæma. Af er sem áður var þegar KGB sá um þessa hluti. Sé málum svo háttað er engin ástæða að hafa áhyggjur af Rússum. Kjánar klúðra.

En líklegast er að sagan sé meira og minna tilbúningur. Engar ákærur eru lagðar fram og ekki verður farið fram á framsal meintra tilræðismanna. En nú tala allir fjölmiðlar um meinta eiturárás en minna um Brexit-klúður May.  


mbl.is Tveir Rússar ákærðir í Skripal-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband