Nató-svikin við Rússa 1990

Bandarísk leyniskjöl, sem voru gerð opinber í desember, afhjúpa svik bandarískra stjórnvalda við Rússland í lok kalda stríðsins. Árið 1990 lofaði þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, að Nató yrði ekki stækkað í austur.

Loforðið var gefið til að fá Sovétríkin/Rússland að samþykkja sameiningu Þýskalands sem hafði verið klofið í tvö ríki allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Bandaríska hægriútgáfan, American Conservative, segir frá skjölunum. Í Nation, sem er útgáfa á vinstri væng bandarískra stjórnmála, er útskýrt hvers vegna skjölin fá ekki umfjöllun í stórum fjölmiðlum eins og Washington Post og New York Times. Þau samrýmast ekki ritstjórnarstefnu þessara fjölmiðla sem leggur áherslu á Rússaandúð.

Svikin fólu í sér að hernaðarbandalagið Nató var stækkað þegar Sovétríkin féllu 1991. Nató-herstöðvar liggja að öllum vesturlandamærum Rússlands. Rússar líta á stækkun Nató sem ógn við öryggi ríkisins.

Stríðið í Úkraínu, sem staðið hefur frá 2014, er bein afleiðing svikinna loforða frá 1990. Stríðið í Sýrlandi, þar sem Rússar styðja Assad forseta en Bandaríkin/Nató uppreisnarmenn, er önnur afleiðing útþenslu Nató eftir fall Sovétríkjanna.

Við lok kalda stríðsins stóðu vonir til að samskipti kjarnorkuveldanna, Bandaríkjanna og Rússlands, yrðu friðsamleg. Fall Sovétríkjanna þýddi að vofa kommúnismans var kveðin í kútinn. Svikin loforð um að stækka ekki Nató í austur eitruðu samskiptin við Rússland. Og gera enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að á fundi risaveldanna á Möltu var Gorbatsjof lofað því sama. Síðan féllu Sovétríkin og við tók stórlega veiklað Rússland með gríðarlegri spillingu og samdrætti á tíma hins drykkfelda Jeltsíns. 

Ákveðið tómarúm var nýtt til að verða við kröfum nágranna Rússa um aðild að NATO, sem eins konar tryggingu fyrir þessi lönd gegn gamalkunnum þrýstingi Rússa frá kommúnistatímabilinu. 

En með þessu var eyðilagt einstakt tækifæri til þess að byggja upp nýtt ástand í Austur-Ervópu og við suðurjaðar Rússland sem ýtti í burtu gömlu og gagnkvæmu vantrausti. 

Ómar Ragnarsson, 16.1.2018 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband