Heildarhagsmunir eða einkahagsmunir lækna

Hvort er líklegra, að læknar í einkarekstri horfi fremur til almannahagsmuna, eða afkomu fyrirtækisins sem þeir reka?

Hvort er líklegra að jafnræði til heilbrigðisþjónustu verði betur tryggt með opinberum rekstri eða einkarekstri?

Málið er ekkert ýkja flókið. Annað tveggja viljum við að almenningur eigi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eða að við viljum innleiða ójöfnuð.


mbl.is Fagnar að horft sé til heildarmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Þetta er mögnuð greining. Heilbrigðisþjónustan í Sovétríkjunum tók sem sé öllu fram; nú eða ekki. Er ekki kominn tími á rök?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 7.9.2018 kl. 22:38

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Einar Sveinn, við þekkjum reynslurökin af íslensku heilbrigðisþjónustunni. Hún er í fremstu röð enda ríkisrekin.

Páll Vilhjálmsson, 7.9.2018 kl. 22:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er fjarri því að vera í fremstu röð, nema þá kannski í huga einhverra heimóttarlegra kjána sem ímynda sér það fyrirfram að allt sé "í fremstu röð" í þeirra eigin holu!

Og þvílíkur dómadags bjálfaháttur er það að ímynda sér að eina leiðin til að fólk hafi jafnan aðgang að þjónustu sé sú að hún sé ríkisrekin. Fram til þessa hefur það nú verið þannig að allir hafa haft aðgang að niðurgreiddri þjónustu lækna á einkastofum. Og læknar á einkastofum stunda ekki ríkisrekstur!

En nú, þegar átrúnaðargoð síðuhafa, Svandís Svavarsdóttir, hefur tekið sér fyrir hendur að hindra að fólk fái þessa þjónustu niðurgreidda, veldur það því að aðeins þeir sem eru í góðum efnum fá þessa þjónustu. Hinir verða að sitja eftir á biðlistunum. Nema auðvitað þeir sem geta nýtt sér hina inngrónu íslensku spillingu sem snýst um að komast fram fyrir röðina gegnum klíku. 

En væntanlega hyggjast síðuhafi og heilbrigðisráðherra hans sjá til þess að læknum verði alfarið bannað að reka stofur hérlendis. Þá verður það auðvitað einungis á færi hinna allra ríkustu að fá viðunandi þjónustu og þeir þurfa þá að sækja hana til útlanda.

Staða heilbrigðismála hérlendis er alvarlegt mál og alvarlegra en svo að einhverjir kjánar hafi rétt til að taka sér fyrir hendur að afvegaleiða umræðuna með ósannindum og heimskuþvaðri!

Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2018 kl. 00:04

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef við gefum okkur, Þorsteinn, að þeir sem taka þátt eða fylgjast með umræðunni hér viti í grófum dráttum hvernig heilbrigðisþjónustan er hér á landi - og látum liggja á milli hluta hvort hún sé góð eða vond - hverjar eru þínar tillögur um breytingar á þjónustunni?

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2018 kl. 07:17

5 Smámynd: Valur Arnarson

Kæri Þorsteinn. Slökum nú á í gífuryrðum og elskum friðinn.

Fyrir mér er þetta heldur ekkert afskaplega flókið. Val um ríkisrekstur eða einkarekstur ætti að stýrast af því hvort er hagkvæmara í hverju tilfelli fyrir sig. Einhverskonar hugmyndafræði ætti ekki að vera þar ofan á.

Það sem ríkið þarf að gera er að kostnaðarmeta þjónustu sem boðin er út til einkaaðila. Sá sem býður lægst verður falið að sinna þjónustunni. Ef engin er undir kostnaðaráætlun, er augljóst að hagkvæmast er fyrir almenning að ríkið sinni þjónustunni.

Valur Arnarson, 8.9.2018 kl. 10:36

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þetta á við um heilbrigðisþjónustu Valur, ætti þá ekki það sama að eiga við um alla aðra starfsemi? Það sé sumsé á hendi ríkisvaldsins að ákveða hvort einkaaðilar megi selja fólki matvöru, veita því tannlæknaþjónustu, selja því bifreiðar, utanlandsferðir og þar fram eftir götunum? Þú ert í raun að mæla með kerfi sem er alfarið á hendi ríkisvaldsins. Slík kerfi hafa hvergi gefist vel. Auk þess er það nú svo að það er engin leið að ríkisvaldið hafi upplýsingar um allar þarfir sem til staðar eru hjá neytendunum og því mun það ekki geta uppfyllt þær með fyrirkomulagi á borð við það sem þú leggur til.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2018 kl. 10:59

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og til viðbótar: Er ekki viss hugmyndafræði fólgin í þeirri afstöðu að eðlilegt sé að öll starfsemi í landinu, eða þá einhverjar greinar hennar, valdar af handahófi, sé skipulögð af ríkisvaldinu? Jú. Sú hugmyndafræði heitir sósíalismi.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2018 kl. 11:00

8 Smámynd: Valur Arnarson

Heilbrigðisþjónustan er kostuð með peningum almennings. Við erum því verkkaupi þjónustunnar. Við kjósum okkur fulltrúa í lýðræðislegum kosningum til að ráðstafa þeim fjármunum á sem hagstæðasta máta. Því er eðlilegt í því ljósi að okkur sé tryggt sem lægsta verð fyrir þjónustuna, hvort sem það fæst hjá einkaaðila eða ríkinu.

Ég átta mig ekki á því í hverju ágreiningur okkar liggur, Þorsteinn, ég kom amk ekki hingað til að mótmæla þér. Nema þá helst til að hvetja til þess að orðræðan yrði tónum niður.

Valur Arnarson, 8.9.2018 kl. 11:49

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fyrirkomulagið, sem hingað til hefur verið almenn sátt um, er að ríkið veiti heilbrigðisþjónustu, ýmist beint eða með samningi við sjálfstætt starfandi lækna.

Á síðustu árum og misserum er aukinn þrýstingur að fyrirtæki, t.d. Sinnum, fá aukinn aðgang að ríkisfé til að veita sjúklingum þjónustu. Þá eru einnig raddir um að læknar á einkastofum fái aukið svigrúm, t.d. taka fullborgandi sjúklinga til sín til hliðar við ,,ríkissjúklinga".

Umræðan snýr öll að auknu aðgengi einkareksturs að ríkisfé. Enginn teflir fram þeirri röksemd, amk ekki svo ég hafi heyrt, að við ættum að leggja af ríkisrekna heilbrigðisþjónustu og taka upp einkarekna.

Í mínum augum er þetta pilsfaldakapítalismi. Það á að tryggja hálaunastétt betri aðgang að ríkisfé. Til hvers?

Páll Vilhjálmsson, 8.9.2018 kl. 13:23

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki fyrirfram sjálfgefið að heilbrigðisþjónusta sé á vegum ríkisins Valur. Hún gæti allt eins verið öll á vegum einkaaðila og kostuð með heilbrigðistryggingum fólks, hvort sem þær fara í gegnum ríkið eða gegnum tryggingafélög. Hún getur líka verið að hluta til á vegum ríkisins og að hluta á einkamarkaði. Hún er það raunar í dag. Aðeins sósíalistar líta svo á að sjálfgefið sé að slík þjónusta sé á vegum ríkisins. Það er ekkert sjálfgefið við það.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2018 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband