Þriðjudagur, 11. september 2018
Stjórnmál færa engum hamingju - og eiga ekki
Enginn er óhamingjusamur vegna stjórnmála, nema ef til vill vonsviknir stjórnmálamenn. Hamingja verður til þegar fólk sækist eftir verðugum markmiðum og nær árangri.
Á seinni tíð örlar á þeirri hugsun að beri ábyrgð á hamingju fólks. Ef peningar eru ekki settir í tiltekið verk valdi það óhamingju út í bæ. Þeir sem þannig tala annað tveggja vita ekki hvað hamingja er eða stunda vísvitandi blekkingar.
Stærsti hluti stjórnmálanna snýst um að skipta verðmætum mældum í peningum Og það veit hver maður eldri en tvævetra að peningar skipta ekki sköpum um hamingju fólks. Sem betur fer.
![]() |
Þingmenn dusti vitleysuna í burtu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11. september 2018
Varúð: aukin ríkisútgjöld og krónan veikist
Ríkisstjórnin skrúfar upp útgjöld. Krónan fellur um hálft prósent í morgun, eftir fréttir gærdagsins um herkostnaðinn við ríkisstjórnaraðild Vinstri grænna.
Fyrir hádegi í dag er sagt frá útgjaldaaukningu á sviði velferðar- og samgöngumála. Eftir hádegi hlýtur krónan að síga áfram.
Ef frá er talin ímynduð loftslagsvá Vinstri grænna er aukning ríkisútgjalda að einhverju marki nauðsynleg vegna almennra kjarasamninga sem standa fyrir dyrum.
Verðbólgan sem hlýst af veikingu krónunnar keyrir heim þau skilaboð að verkefni verkalýðshreyfingarinnar er að verja áunnin kaupmátt - meira er ekki að sækja. Hagvaxtaskeiðinu er lokið.
Eina spurningin er hvort lending hagkerfisins verði hörð eða mjúk.
![]() |
Teygja sig til barnafjölskyldna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. september 2018
Morgunverður í múslímalandi
Maður var handtekinn í Sádí-Arabíu eftir að myndband með honum og samstarfskonu fór á netið þar sem þau borðuðu saman morgunverð. Já, morgunverð. Lög í múslímaríkinu banna að kona og karl sem ekki eru hjón og ekki blóðskyld neyti saman matar.
Guardian segir frá glæpsamlega athæfinu og sýnir myndbandið af atvikinu.
Sérstaklega fór það fyrir brjóstið á harðlínumúslímum að konan fæða manninn. Það þykir guðlast að kona stingi matarbita upp í mann sem ekki er með umráðarétt yfir konunni.
Mánudagur, 10. september 2018
Gamlir díselbílar og loftslagshjátrú
Ef ríkisstjórnin ákveður að úrelda gamla díselbíla mun væntanlegt uppkaupsverð ríkisins hafa bein áhrif á markaðsverð bílanna. Bílar sem annars færu í brotajárn verður haldið gangandi til að leysa út úreldingarfé ríkisins.
Loftlagsstefna ríkisstjórnarinnar er byggð á hindurvitnum. Manngerð loftlagsvá er meira og minna tilbúningur. Gamlingjar úr röðum vísindamanna eru löngu búnir að sýna fram á það. Alvöru vísindamenn á þessu sviði, Roy Spencer og Judith Curry, eru úthrópaðir af pólitískum rétttrúnaði og hjávísindafólki sem fyrir aldamót talaði um hnattræna hlýnun en síðan um loftslagshamfarir - þegar hlýnunin lét á sér standa.
Engu að síður. Ef fórnarkostnaðurinn við að halda saman ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks er gamlir díselbílar og loftslagshjátrú verður svo að vera.
![]() |
Stefna að bensín- og dísilbílabanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 10. september 2018
Íhugull Trump, gerir drög að tísti
Samkvæmt viðtengdri frétt gerir Trump Bandaríkjaforseti drög að tísti, sem hann hyggst birta, og sendir til valinna sérfræðinga að fá álit.
Ef þetta er rétt virðist Trump nokkru vandvirkari en af er látið.
Okkur er talin trú um að Trump-tíst sé örvænting og geðillska en það virðist ekki standast, samkvæmt síðustu fréttum.
![]() |
Hefðu tekið tístið sem yfirvofandi árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 10. september 2018
Falsfréttir - sannfréttir
Hættum að nota orðið falsfréttir, ráðleggur forseti Evrópusambands blaðamanna. Rökin eru þau að orðið merki ekki lengur vísvitandi lygi heldur ýkjur eða valkvætt sjónarhorn, samanber valkvæðar staðreyndir.
Andheiti falsfrétta er sannfréttir, þ.e. sannar fréttir. Vandinn er þessi: um leið og fréttir segja eitthvað meira en áþreifanlegar og mælanlegar staðreyndir, t.d. tölfræði kosningaúrslita, færast þær frá heimi sannfrétta yfir til veruleika falsfrétta.
Í gær voru kosningar í Svíþjóð. Helsta fréttin var árangur Svíþjóðardemókrata. Nú liggur fyrir að sá flokkur fékk tiltekna prósentu - sönn frétt. En um leið og fréttir reyna að útskýra hvort fylgið sé mikið eða lítið verður fréttin huglæg, spurning um sjónarhorn og viðmið.
Mörkin á milli falsfrétta og sannfrétta eru hárfín.
![]() |
Meiri þörf á góðri blaðamennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2018
Díselbílar drápu ekki risaeðlurnar, Katrín
Jörðin er um 4,5 milljarða ára. Á þeim tíma veltur á ýmsu með loftslagið. Einu sinni voru pólarnir skógi vaxnir. Maðurinn kom hvergi nærri. Við erum aðeins 200 þúsund ára tegund. Vísindi sem kennd eru við Darwin segja okkur að tegundir verða til og tortímast yfir laaaaangan tíma. Án loftslagsbreytinga hefði maðurinn sennilega ekki komið fram.
Í tísku eru hjávísindi, kennd við loftslagsvá, sem tröllríða húsum, einkum vinstrimanna og frjálslyndra. Í þeim kreðsum er yfirgengileg löngun í alþjóðalegt yfirvald sem á að kenna okkur að lifa á jörðinni. Einu sinni var það marxismi, síðan kapítalísk alþjóðahyggja og núna dauðaangist vegna veðurfars er réttlætir yfirþjóðlega valdbeitingu.
Heimsendaspámenn úr röðum vísindamanna eru fyrst og fremst tölvunördar sem búa til stærðfræðilíkön, hlaða inn í þau forsendum og fá út endalok mannkyns. Maður þar ekki að kunna mikið í excel til að vita að rusl inn þýðir sjálfkrafa rusl út.
Heimsendaspámenn kunna ekki svarið við einföldustu spurningum um loftslag. Til dæmis: hver er ákjósanlegur lofthiti á jörðinni? Er það meðalhitinn sem var á rómverska hlýskeiðinu, eða miðaldahlýskeiðinu 900 til 1300 eða á litlu ísöld 1300 til 1900?
Nóbelsverðlaunahafinn Kary Mullis gæti verið kjósandi Vinstri grænna. Hann ræðir í 14 mínútur um hjávísindi loftslagssinna og afgreiðir svona: þetta er lélegur brandari.
![]() |
Víðtækar breytingar í loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. september 2018
Stærsta ekki-fréttin: um óheilindi
Stærsta ekki-frétt vikunnar er skýrsla starfshóps um siðferði í stjórnmálum. Skýrslan var kynnt með blaðamannafundi en fékk sáralitla umræðu, sem er miður. Aðalhöfundur skýrslunnar, Jón Ólafsson, er menntaður í heimspeki og sagnfræði og tekið þátt í stjórnmálaumræðu, einkum á vinstri væng stjórnmálanna.
Jón gerði heilindi, eða skort á þeim, miðlæg í kynningunni, sbr. fyrirsögn á frétt mbl.is: Hægt gengið að tryggja heilindi.
Heilindi verða til - eða tapast - í stjórnmálamenningunni, sem er, þegar að er gætt, tvístofna. Í fyrsta lagi stjórnmálamenn og viðhengi þeirra, s.s. aðstoðarmenn ráðherra, starfsmenn flokka, félagar í stjórnmálasamtökum. Í öðru lagi þeir sem taka til máls um stjórnmál; fjölmiðlamenn, bloggarar, virkir i athugasemdum, höfundar skilaboða á samfélagsmiðlum. Seinni hópinn má kalla álitsgjafa.
Við höfum sem sagt tvo hópa sem móta stjórnmálamenninguna. Stjórnmálamenn og viðhengi þeirra annars vegar og hins vegar álitsgjafa.
Jón Ólafsson og flestir sem taka til máls um siðferði í stjórnmálum láta eins og stjórnmálamenn séu einir um ábyrgðina á heilindum í stjórnmálum. Það er grundvallarmisskilningur, bæði á stjórnmálum og heilindum. Þótt stjórnmálastéttin yrði í einu vetfangi frómari en móðir Theresa yrðu heilindi engu meiri ef álitsgjafar stjórnmálanna tækju ekki til í eigin ranni.
Hömluleysi, í bókstaflegum skilningi, einkennir umræðu álitsgjafanna. Fyrir daga netmiðlunar voru hömlur á hvað hægt var að segja á opinberum vettvangi. Hversdags-Jón, sem hvorki var tengdur stjórnmálum né fjölmiðlum, átti aðeins um tvo kosti að velja í opinberri umræðu. Hann gat mætt á fund og komið áhugamálum sínum á framfæri eð skrifað grein eða lesendabréf og beðið dagblað eða tímarit um birtingu. Það voru sem sagt hömlur á aðild fólks að almannarými umræðunnar.
Samfélagsmiðlar gjörbreyttu opinberri umræðu. Allir geta tekið þátt, orðið fjölmiðill í almennum skilningi orðsins. Dagblöð, ljósvakamiðlar og tímarit, sem áður voru hliðarverðir umræðunnar, fylgdu í humátt eftir og urðu hömlulausir, fóru í samkeppni við blogg, fésbókarfærslur og tíst. Stór hluti frétta hefðbundinna fjölmiðla er samtíningur úr samfélagsmiðlum.
Eyru fýsir illt að heyra, segir gamalt orðtak. Það þarf ekki að fjölyrða um áhrif samfélagsmiðla á heilindi í stjórnmálum. Umræða um siðferði í stjórnmálum, sem aðeins tekur til stjórnmálastéttarinnar, er eins og samtal um stafsetningu án orða.
![]() |
Hægt gengið að tryggja heilindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2018
Vinstrimenn banna bjargvætt Evrópu
Innanríkisráðherra Ítaliu kallar hann bjargvætt Evrópu. Maðurinn er bandarískur og er þakkað að Trump sigraði í forsetakosningunum fyrir tveim árum. Hægrimenn í Evrópu leita til hans í sókn sinni til valda. Vinstrimenn vilja banna hann frá opinberum vettvangi; engin fjölmiðlaumfjöllun - þöggun.
Maðurinn heitir Steve Bannon. Vinstriútgáfan Guardian segir hugmyndin hans hættulegar og réttlætir þar með fjölmiðlabann á Bannon. Kvikmyndagerðarmaður er úthrópaður sem svikari fyrir að setja saman ræmu um fyrrum hugmyndafræðing Trump. Tímaritið New Yorkar fékk á sig áhlaup er það hugðist taka við hann viðtal.
Nú vita allir að enginn einn maður bjargar heimsálfu, jafnvel ekki þjóðríki. (Ok, Sigmundur Davíð fór langt með að vera bjargvættur Íslands, en látum það liggja milli hluta). Bannon bjargar ekki Evrópu fremur en Trump Bandaríkjunum. Svona þegar kurlin koma öll til grafar. Báðir eru þeir engu að síður holdtekjur breytinga í stjórnmálum. Þó ekki meiri en svo að hvorugur boðar byltingu ríkjandi þjóðskipulags. Trump er ekki Lenín, Bannon enginn Trotský.
Áhugaverðast í þessari umræðu er hve vinstrimönnum er ósárt um tjáningarfrelsið. Á síðustu öld mátti reiða sig vinstrimenn sem málssvara grundvöll mannréttinda; að fá að tala. Ekki lengur. Vinstrimenn eru stoltir ritskoðendur frjálsrar orðræðu. Rökin eru þau að sumar hugmyndir eru of hættulegar til að þær megi ræða.
Þeir sem óttast hugmyndir óttast bæði sannleikann og lýðræðislega málamiðlun. Hvorugt fæst án umræðu. Bjargvættur Evrópu er ekki Ameríkani heldur frjáls orðræða.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. september 2018
Ódýr Viðreisn: atvinnuleysi, já takk
Viðrein boðar viðvarandi atvinnuleysi með einhliða upptöku útlends gjaldmiðils í stað krónunnar. Efnafólk græðir á stefnu Viðreinar en allur almenningur tapar.
Krónan jafnar byrðinni þegar illa árar í efnahagslífinu. Í góðæri, líkt og undanfarin ár, hagnast allir á sterkri krónu, vöruverð lækkar og ferðlög verða ódýrari.
Stefna Viðreisnar er að taka upp útlendan gjaldmiðil sem hreyfist ekki í takt við íslenskt efnahagslíf. Afleiðingarnar yrðu viðvarandi atvinnuleysi, eins og þekkist í evru-ríkjum, og harðari aðlögun að efnahagssveiflum.
![]() |
Viðreisn vill ódýrara Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)