Stjórnmál færa engum hamingju - og eiga ekki

Enginn er óhamingjusamur vegna stjórnmála, nema ef til vill vonsviknir stjórnmálamenn. Hamingja verður til þegar fólk sækist eftir verðugum markmiðum og nær árangri. 

Á seinni tíð örlar á þeirri hugsun að beri ábyrgð á hamingju fólks. Ef peningar eru ekki settir í tiltekið verk valdi það óhamingju út í bæ. Þeir sem þannig tala annað tveggja vita ekki hvað hamingja er eða stunda vísvitandi blekkingar.

Stærsti hluti stjórnmálanna snýst um að skipta verðmætum mældum í peningum Og það veit hver maður eldri en tvævetra að peningar skipta ekki sköpum um hamingju fólks. Sem betur fer. 


mbl.is Þingmenn dusti vitleysuna í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Satt og rétt, peningar skapa ekki hamingju en skortur skapar vissulega óhamingju...og það skilja ekki allir sem hafa kannski of mikið af einu og of lítið af hinu...

Ívar Ottósson, 11.9.2018 kl. 20:57

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gott samfélag sem virkar vel er mikilvæg forsenda þess að fólk geti leitað hamingjunnar í friði. Hlutverk stjórnmálanna er fyrst og fremst að tryggja að samfélagsramminn sé í lagi.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2018 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband