Evru-Benni hefur áhyggjur af Pólverjum

Stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í fáeina mánuði, Benedikt Jóhannesson, skrifar níðgrein um krónuna. ESB-sinnum er hjálpræði þegar hallar á Evrópusambandið í umræðunni að tala illa um krónuna.

Ein röksemd Benedikts gegn krónunni er þessi: 

Fólkið sem send­ir mánaðarlega hluta af laun­un­um heim til Pól­lands hef­ur enga vörn þegar krón­an fell­ur.

Líklega fór það framhjá Benedikt að Pólverjar harðneita að taka upp evru. Þeir pólsku halda fast í sinn þjóðargjaldmiðil, zloty.

En Íslendingar eiga, segir Benedikt, að gera Pólverjum þann greiða að taka upp evru hér á landi svo að þeir geti skipt evrum í zloty og sent heim.

Benedikt er fyrrverandi þingmaður, fyrrverandi formaður og fyrrverandi ráðherra. Skiljanlega, þegar dómgreindin er líka fyrrverandi.


Múslími og vinstrimenn mestu popúlistarnir

Orðræða lýðhyggju, popúlisma, flýtur helst fram úr munni Erdógan múslíma í Tyrklandi og suður-amerískra sósíalista, Chávez og Maduro, samkvæmt úttekt vinstriútgáfunnar Guardian.

Donald Trump í Bandaríkjunum er varla hálfdrættingur í lýðhyggjunni í samanburði.

Eitt er víst: eftir þessa úttekt verður erfitt fyrir RÚV að halda áfram áróðrinum um að hægrimenn séu hallari undir lýðhyggju en vinstrimenn.


Jafnréttisbrandari íslenskra háskóla

Tvöfalt fleiri konur en karlar útskrifast með háskólapróf á Íslandi.

Hvað ætla háskólarnir að gera í málinu?

Jú, setja af stað verkefni til að leiðrétta hlut kvenna á Wikipedíu.

Fyndið.


mbl.is Rétta af kynjaskekkju á Wikipedia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða WOW í ljósi afarkosta

WOW hlýtur að standa afar illa fyrst kauptilboð Indigo Partners felur hvorttveggja í sér að lánadrottnar afskrifi stóran hluta lánanna og að eignarhlutur Skúla Mogensen verði nánast þurrkaður út.

Indigo Partners kunna flugrekstur og fengu aðgang að bókhaldi WOW. Mat líklegra kaupanda er að WOW eigi aðeins tvo kosti.

Að félagið verði selt á slikk eða fari í gjaldþrot.


mbl.is Tugprósenta afskriftir í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórdís með bakland í Viðreisn og Samfó

Þórdís iðnaðarráðherra fær stuðning frá yfirlýstum ESB-flokkum, Viðreisn og Samfylkingu, við að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins.

En, óvart, Þórdís er ekki fulltrúi Viðreisnar/Samfylkingar í stjórnarráðinu heldur Sjálfstæðisflokksins.

Og sjálfstæðismenn vilja ekki þriðja orkupakkann.

Hvar liggur trúnaður Þórdísar?

 


mbl.is Þórdís: Einkavæðing ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekt flóttafólk

Flóttafólk frá ónýtum löndum sem efna til ófriðar hér á landi á ekkert erindi hingað. Oft eru þetta karlmenn á besta aldri sem hafa í frammi mestu frekjuna.

Túristaflóttamennska færist í vöxt þar sem logið er til um aldur og uppruna til að komast á jötuna í vestrænni velferð.

Ísland ætti að snúa flóttamönnum til síns heima á Keflavíkurflugvelli en bjóða þess í stað fólki úr flóttamannabúðum vist hér á landi.


mbl.is Mótmæli við Útlendingastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan gengisfellir Samfylkingu

Krónan er laus úr höftum eftirhrunsins. Talsmenn Samfylkingar sögðu fyrir tíu árum að krónan myndi aldrei losna úr höftum.

Jafnvel eftir að krónan hafði sannað sig sem verkfæri til að rétta af efnahagsbúskap okkar formælti fjármálaráðherra Samfylkingar krónunni.

Krónan blífur, Samfylking sekkur.


mbl.is Bindingarhlutfall úr 20% í 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir í skugga skæruverkfalla

Sósíalísku verkalýðsfélögin VR og Efling skipuleggja skæruverkföll sem beint er að ferðaþjónustunni.

Sætaframboð Íslandsferða flugfélaga dregst saman um tæp 30 prósent frá Bandaríkjunum og rúman fimmtung frá Bretlandi. Þetta eru tveir stærstu markaðir ferðaþjónustunnar. 

Skæruverkföll sósíalista gera illt verra. Ferðamönnum til Íslands fjölgar ekki við fréttir um skerta þjónustu vegna verkfalla.


mbl.is Fimm sagt upp hjá Gray Line
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatari og íslenskt sjálfsháð

BDSM er ein útgáfa jaðarkynlífs. Íslendingar völdu BDSM-sveit á evrópska hinseginhátíð vel vitandi að Samtökin 78 klofnuðu þegar BDSM-fólki var veitt innganga.

Kosning Hatara var júróvisjón afbrigði af Gnarr-sigrinum í borgarstjórnarkosningunum strax eftir hrun.

Hatarar gulltryggðu sigur í RÚV-keppninni með rugl-orðræðu um alþjóðamál. Ísland sótti fyrir hrun um sæti í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, þar sem stórveldi sitja, og eftir hrun stóð til að breyta Evrópusambandinu innan frá.

Þegar stjórnvöld eru kexrugluð hlýtur almenningur að leyfa sér smávegis sérvisku. 


mbl.is Ísraelar óttast Hatara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalísk verkföll - rétt viðbrögð

Efling og VR standa fyrir pólitískum verkföllum, sem dulbúin eru sem kjarabarátta. Sósíalistar vilja afnám einkaframtaksins og að ríkisvaldið sjái bæði um þarfir og langanir fólks.

Tilgangslaust er að ræða við sósíalista um kaup og kjör. 

Réttu viðbrögðin við skæruverkföllum sósíalista er að neita öllum viðræðum. Ef það felur í sér verkföll út árið verður svo að vera.

Reikningsdæmið er einfalt. Annað hvort taka menn á sig tímabundin óþægindi eða framselja pólitískt vald til sósíalista sem veit á langvarandi eymd.

Tilfellið er að sósíalistar eiga ekkert bakland í samfélaginu. Verkföllin munu sýna fram á það. Eftir fyrirsjáanlegt tap þeirra róttæku er hægt að breyta vinnulöggjöfinni þannig að herskáir valdaræningjar komist ekki aftur í þá stöðu að setja samfélaginu afarkosti.


mbl.is Geta ekki vísað gestunum út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband