Uppsagnir í skugga skæruverkfalla

Sósíalísku verkalýðsfélögin VR og Efling skipuleggja skæruverkföll sem beint er að ferðaþjónustunni.

Sætaframboð Íslandsferða flugfélaga dregst saman um tæp 30 prósent frá Bandaríkjunum og rúman fimmtung frá Bretlandi. Þetta eru tveir stærstu markaðir ferðaþjónustunnar. 

Skæruverkföll sósíalista gera illt verra. Ferðamönnum til Íslands fjölgar ekki við fréttir um skerta þjónustu vegna verkfalla.


mbl.is Fimm sagt upp hjá Gray Line
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gott hjá verkó. 

Fólk hefur það greinilega of gott. Svo það verður að lækka lífskjörin með lífskjara-kvalarlosta sósíalistanna. Það eina sem þeim hefur nokkurs staðar tekist. Eina vopnið þeirra sem bítur er sjálfsofnæmi þeirra fyrir góðum lífskjörum.

Vonandi tekst að berja lífskjörin úr íslensku þjóðinni, fyrst að hún þolir þau svona illa.

Hvað með til dæmis tvær til fjórar þýskar evrur á tímann á steyptu gólfi í Galendorf? Hægt væri að skipuleggja skoðunarferðir með flugi þegar rúturnar drekkhlaðnar af íslenskri velmegun komast loksins til KEF og í loftið.

Síðan gæti verkó beðið um alþjólega vernd í Norður-Kóreu, og "hoppað af".

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2019 kl. 18:51

2 Smámynd: VOD

Hvaða önnur úrræði hefur verkafólk gagnvart SA-liði heimsins sem kann sér ekkert hóf? Biðja fallega? Sé það fyrir mér. Má ég vinsamlegast fá aðeins stærri skerf af ávöxtum vinnu minnar Herra Halldór Benjamín? Kannski þannig að ég geti a.m.k. eignast íbúð á svona 40 ára lánum, og missi hana ekki í næstu kreppu?

Það er að koma heimskreppa. Þetta er ekki séríslenskt ástand. Ekki verkföllum, krónunni eða hvalveiðum að kenna.

Já hugsanlega er fólk að skjóta sig í fótinn með því að lama efnahagskerfið á viðkvæmu tímabili, en það er meira en skiljanlegt að það hafi ekki þolinmæði eða getu til að vera þægt lengur. 

VOD, 5.3.2019 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband