Tvöfalt fleiri konur en karlar ljúka háskólaprófi

Í fyrra útskrifuðust tvöfalt fleiri konur en karlar með háskólapróf. Þetta er ekki nýleg þróun. Allt frá lokum síðustu aldar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum.

Háskólapróf er forsenda fyrir margvíslegum störfum í samfélaginu, einkum sérfræðistörfum s.s. kennslu, í heilbrigðisgeiranum og í stjórnsýlunni.

Ójafnræði kynjanna í háskólum mun auka á kynskiptingu vinnumarkaðarins. Almennt er kynskiptur vinnumarkaður talinn óheppilegur í samfélagi sem vill kenna sig við jafnrétti. En nánast engin umræða er um þessa þróun; hvaða ástæður liggja að baki og hverjar afleiðingarnar verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski af því að jafnréttisumræðan snýst ekki um jafnrétti heldur völd.

Ragnhildur Kolka, 31.5.2018 kl. 12:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ungar konur eru að mennta sig frá erfiðisstörfunum.  Margar eiga (ómenntaðar/verkmenntaðar) mæður sem vinna við illa launuð erfiðisstörf á vinnumarkaði auk heimilisstarfa og sem eru farnar að heilsu uppúr sextugu. 

Kolbrún Hilmars, 31.5.2018 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband