Evru-Benni hefur áhyggjur af Pólverjum

Stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í fáeina mánuði, Benedikt Jóhannesson, skrifar níðgrein um krónuna. ESB-sinnum er hjálpræði þegar hallar á Evrópusambandið í umræðunni að tala illa um krónuna.

Ein röksemd Benedikts gegn krónunni er þessi: 

Fólkið sem send­ir mánaðarlega hluta af laun­un­um heim til Pól­lands hef­ur enga vörn þegar krón­an fell­ur.

Líklega fór það framhjá Benedikt að Pólverjar harðneita að taka upp evru. Þeir pólsku halda fast í sinn þjóðargjaldmiðil, zloty.

En Íslendingar eiga, segir Benedikt, að gera Pólverjum þann greiða að taka upp evru hér á landi svo að þeir geti skipt evrum í zloty og sent heim.

Benedikt er fyrrverandi þingmaður, fyrrverandi formaður og fyrrverandi ráðherra. Skiljanlega, þegar dómgreindin er líka fyrrverandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það vantar einhverjar blaðsíðu í þennan annars mikla gáfumann

Halldór Jónsson, 7.3.2019 kl. 13:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Evru-penni!

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2019 kl. 14:18

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo ætlar þessi krónuhatari að sækja um starf seðlabankastjóra!

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2019 kl. 21:39

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að vera fyrrverandi eitthvað í starfsumsókn og það oftar en ekkert núverandi, hljómar nú ekkert voðalega trúverðugt. Að vera ekki einu sinni núverandi eitthvað er ekkert annað en aumkunnarvert. Benni minn, það vantar starfsmann á plan og Bjargfreðarson kallar!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.3.2019 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband