Staða WOW í ljósi afarkosta

WOW hlýtur að standa afar illa fyrst kauptilboð Indigo Partners felur hvorttveggja í sér að lánadrottnar afskrifi stóran hluta lánanna og að eignarhlutur Skúla Mogensen verði nánast þurrkaður út.

Indigo Partners kunna flugrekstur og fengu aðgang að bókhaldi WOW. Mat líklegra kaupanda er að WOW eigi aðeins tvo kosti.

Að félagið verði selt á slikk eða fari í gjaldþrot.


mbl.is Tugprósenta afskriftir í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flugrekstur er áhættufjárfesting og WOW byggir að mestu á bravado Skúla. En sem fylgjandi samkeppni mun ég sakna WOW ef reksturinn fer á hvolf.

Flugfreyjubúningarnir eru líka einstaklega kvenlegir og flottir.

Ragnhildur Kolka, 6.3.2019 kl. 09:20

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Er þá partýinu í Hvammsvík lokið!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.3.2019 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband