Laugardagur, 14. desember 2019
Bresk þjóðhyggja og íslensk: EES-úrsögn er okkar Brexit
Bretar kusu úrsögn úr Evrópusambandinu 2016 og aftur 2019. Í þrjú ár þar á milli reyndu ESB-sinnar heima fyrir og Brussel að halda Bretum innan sambandsins, m.a. með tilboði um aðild að EES-samningnum, sem Ísland og Noregur eiga aðild að.
Sannfæring bresku þjóðarinnar um gildi fullveldis leyfði ekki að EES-samningurinn kæmi í stað aðildar.
Verkefni andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er að losna undan EES. Baráttan um 3. orkupakkann var upptaktur.
Bretar munu komast að samkomulagi um sín mál gagnvart ESB. Í því samkomulagi mun fyrirsjáanlega betur komið fyrir fullveldinu en EES-samningurinn leyfir.
Fullveldi og sjálfsforræði er aflvaki breytinga í stjórnmálum.
![]() |
Baráttan gegn Brexit töpuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. desember 2019
Jóhannesarsaga og Samherja
,,Þarna var augljóslega saga," sagði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks um þá RÚV-sögu að Samherji væri djúpt sokkinn í namibíska spillingu. En það er önnur saga, Jóhannesarsaga, sem er forsaga Samherja-Namibíumálsins.
Saga Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara er enn öll í brotum. Í vikunni varð eitt brotið alþjóð kunn. Jóhannes, eftir uppsögn frá Samherja en fyrir, löngu fyrir, ásakanir um að norðlenska útgerðin væri á kafi í spillingu, hringdi í eiginkonu sína og hótaði henni lífláti.
Fréttablaðið skrifar um símtalið og útskýringu Jóhannesar á hótuninni:
Á þessu tímabili upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar.
Gott og vel. Menn eiga leiðréttingu orða sinna. Ástæðan fyrir líflátshótun Jóhannesar er að hann sjálfur óttaðist um líf sitt. Ekki kemur fram hverjir ógnuðu lífi Jóhannesar. Ekki var það eiginkonan, ekki Samherji. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum, sem Jóhannes veitti innsýn í líf sitt, eru líflátshótanir frá namibískum samstarfsmönnum eða suður-afrísku mafíunni en uppljóstrarinn bjó í Suður-Afríku eftir uppsögnina frá Samherja.
Líflátshótanir gætu einnig verið ímyndun Jóhannesar. Hann trúir þeim og ákveður að jafna sakirnar með hótun gegn eiginkonunni. Að vísu í ölæði og með eftirsjá.
Áður en Jóhannes gerðist uppljóstrari var hann í samstarfi við óánægða viðskiptafélaga Samherja í Namibíu. Það sagði hann í Kastljósi fyrr í vikunni:
Fyrsta skrefið hjá mér var að upplýsa glæpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu við þá. Svo þróaðist þetta lengra þegar ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af.
Svokallaðir ,,glæpir" Samherja gagnvart kvótahöfum eru vitanlega ekki neinir glæpir heldur deilur viðskiptafélaga um arð af ábatasamri útgerð. Í upphaflega Kveiks-þætti RÚV er vikið að þessum deilum undir rós en ekkert gert með þær. Enda átti að segja aðra sögu, hvítu nýlenduherrana sem arðrændu fátæka þjóð.
Deilur þeirra namibísku og Samherja uxu stig af stigi og urðu að dómsmáli. Þar var brigslað um spillingu. Og viti menn. Jóhannes áttar sig smátt og smátt á því að hann hafi verið hluti af lögbrotum og annarri ósvinnu. Í Kastljósviðtalinu: ,,ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af."
Minni og meðvitund Jóhannesar er í samræmi við þá hagsmuni sem í húfi eru hverju sinni. Á meðan hann starfaði fyrir Samherja tók hann ekki eftir neinu misjöfnu. En eftir að hann skipti um atvinnuveitendur varð allt svo miklu skýrara. Víst var grasserandi spilling, svona eftir á að hyggja. Jóhannesi munaði ekkert um að játa á sig stórar sakir en tryggði sér þó namibíska sakaruppgjöf fyrir fram. Tilgangurinn helgar meðalið. Það varð að sýna fram á að Samherji væri gerspilltur arðræningi.
RÚV og Kristinn Hrafnsson hjá Wikileaks kunna að segja sögu. Eins og Kristinn orðar það þá þarf að ,,matreiða og verka þessi mál." Til dæmis með því að segja aðeins hálfa söguna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. desember 2019
Viðreisnar-fjölmiðill, 3 risar á markaði
Helgi Magnússon stofnaði Viðreisn með peningum sínum og tengslum. Nú er Viðreisn komin með málgagn sem áður kjarninn í Baugs-fjölmiðlaveldis Jóns Ásgeirs.
Þrír risar ráða fjölmiðlamarkaðnum: Viðreisnar-miðlar, Morgunblaðið og RÚV. Tveir eru einkareknir en RÚV tekur sinn hlut á þurru með ríkisfé.
Vinstrimenn munu þjappa sér saman í stuðningi við RÚV sem er þeirra málgagn í sókn og vörn; sér vinstripólitík fyrir hannaðri umræðu um spillingu og almenna mannvonsku til hægri.
Málefnastaða RÚV verður þó sífellt verri og æ skýrara að markaðsmisnotkun í þágu stjórnmálahagsmuna er vonlaust að verja til langframa.
![]() |
Torg kaupir eignir Frjálsrar fjölmiðlunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. desember 2019
Þjóðhyggja sigrar í Bretlandi
Íhaldsflokkurinn lagði England að fótum sér og gekk af ESB-væddum Verkamannaflokki dauðum. Hægribylgjan í Englandi er í ætt við stefnu Miðflokksins hér á landi. Þjóðhyggja sigraði einnig í Skotlandi, undir forystu Nikkólu Sturgeon, sem er Ögmundur Jónasson þeirra Skota.
Hreini ESB-flokkurinn, Frjálslyndir, engilsaxnesk Viðreisn, galt afhroð.
Ensk þjóðhyggja tryggir Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Skosk þjóðhyggja setur úrsögn úr Bretlandi á oddinn og vill nota aðild að ESB til að tryggja hana.
![]() |
Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. desember 2019
Jóhannes, Samherji og símtalið
Án Jóhannesar Stefánssonar væri ekkert Samherja-Namibíumál. Af þeirri ástæðu er allt í fari og framkomu Jóhannesar fréttaefni er gæti varpað ljósi á málsatvik. Kastljós í gær sýndi Jóhannes sem hundeltan mann er þyrfti lífvarðasveit í kringum sig.
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Jóhannes í samhengi við suður-afrísku mafíuna. Símtalið við eiginkonuna er eitt púsl í heildarmyndinni af uppljóstraranum.
Kurlin eru ekki öll komin til grafar. Ekki er hægt að slá neinu föstu um Samherja-Namibíumálið annars vegar og hins vegar hverra erinda Jóhannes gengur; sinna eigin, eins og hann heldur fram, eða annarra.
Með þennan fyrirvara í huga má á hinn bóginn segja að Jóhannes og RÚV-málflutningurinn séu ekki í bullandi meðbyr.
![]() |
Jóhannes fullur iðrunar vegna símtals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. desember 2019
Kata uppgötvar náttúruöflin
Náttúruöflin stjórna veðurfari, allir með óbrjálaða dómgreind vita það. Á Íslandi eru náttúruöflin stundum óblíð, það er vitað frá landnámsöld.
Við þurfum trausta innviði til að mæta ófyrirséðum áföllum vegna hamfara náttúrunnar. Við eigum ekki að fleygja peningum í kjánalæti um að maðurinn stjórni veðurfari jarðkringlunnar. Það er svo víðáttuvitlaust að ekki tekur tali.
Got it, Kata?
![]() |
Tryggja að þetta gerist ekki aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. desember 2019
Gréta: vertu heima og ræktaðu garðinn
Frá upplýsingunni og frönsku byltingunni sigrar framfaratrú eldri hindurvitni s.s. kristni. Framgangur sænska unglingsins Grétu Thunberg sýnir vaxandi óþol gagnvart ráðandi gildum.
Afturhvarf til náttúrunnar með tilheyrandi aftæknivæðingu er boðskapurinn. Verði trúarskiptin að veruleika er viðteknum gildum hafnað og önnur leidd í hásæti. Vertu heima og ræktaðu garðinn þinn, sagði Birtingur Voltaire á flekaskilum miðalda og upplýsingar. Gréta er Birtingur samtímans.
,,Heim" verður ekki lengur alþjóðasamfélagið heldur bærinn, borgin eða sveitin. Tæknin, sem gerð okkur öll að heimsborgurum, er djöfullinn. Túnið heima er paradís.
![]() |
Greta Thunberg manneskja ársins hjá Time |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. desember 2019
Kastljós: fer Jóhannes með sanna sögu eða samsæri?
Í viðtali við Kastljós RÚV í kvöld fór Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn sem hratt Samherja-Namibíumálinu úr vör, yfir sviðið - ,,umræðuna" með tungutaki RÚV - eftir Kveiks-þátt RÚV fyrir mánuði.
Meginþema umræðunnar hingað til er að Samherji hafi borgað mútur til namibískra stjórnmálamanna og fengið í staðinn veiðiheimildir, kvóta, í namibískri landhelgi.
Á fjórtándu mínútu Kastljóssviðtalsins í kvöld segir Jóhannes þetta: ,,Fyrsta skrefið hjá mér var að upplýsa glæpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu við þá. Svo þróaðist þetta lengra þegar ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af."
Spyrill Kastljóss var vitanlega of upptekinn af ,,umræðunni" um spillingu Samherja til að kveikja á orðum Jóhannesar og hvað þau þýða.
Jóhannes byrjar sem sagt því að vinna með namibískum kvótahöfum sem eru viðskiptafélagar Samherja. Hér er á ferðinni viðskiptadeila. Ef Jóhannes var enn í starfi hjá Samherja þegar hann tók að vinna fyrir namibísku kvótahafa er augljóst að hann hafi leikið tveim skjöldum.
Jóhannes segir að það var ekki fyrr en eftir að hann fór að vinna með ósáttum viðskiptafélögum Samherja að hann hafi gert sér ,,grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af". Hér getur Jóhannes ekki verið að vísa í neitt annað en meginþema umræðunnar, þ.e. meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættis- og stjórnmálamanna.
Það rennur upp fyrir Jóhannesi, eftir atburðina, að hann hafi verið þátttakandi í spillingu. Nærtækt að álykta að meintar mútugjafir hafi haft fremur sakleysislegt yfirbragð fyrst þær fór framhjá honum í fyrstu. En það er allt önnur mynd en dregin var upp í Kveiks-þættinum. Þar skipti rauð íþróttataska sneisafull af peningum um hendur mútugjafa og þiggjanda. Sá sem ekki er meðvitaður um að hér sé á ferðinni eitthvað misjafnt, tja, hlýtur að vera meðvitundarlaus.
Þegar Jóhannes fattar eftir á að hann hafi verið aðili að spillingu er hann kominn í bandalag með óánægðum viðskiptafélögum Samherja. Það er vitanlega í þágu bandamanna Jóhannesar að gera hlut Samherja sem verstan. Samherji þarf að berjast á þrennum vígstöðvum; gegn fyrrum viðskiptafélögum, gegn namibískum yfirvöldum og í þriðja lagi RÚV-fóðruðum almenningi á Íslandi. Bandamenn Jóhannesar komast í kjörstöðu fyrir atbeina uppljóstrarans.
Í Kastljósi kvöldsins kveikti rænulaus umræðu-spyrillinn ekki á spurningu sem æpti framan í áhorfendur: hver borgar fyrir 13 manna lífvarðasveit sem fylgir Jóhannesi?
Hver borgar?
![]() |
Namibísk yfirvöld leggja hald á Heinaste |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 11. desember 2019
Helgi Hrafn spilltur: opinbert fé í eiginkonuna
Helgi Hrafn þingmaður Pírata gerði hávaða á alþingi þar sem honum þykir þjóðkirkjan umbunuð ,,umfram hagsmuni annarra trúarsafnaða í landinu."
Netútgáfan Viljinn bendir á að eiginkona Helga Hrafns er formaður í trúarsöfnuði í samkeppni við þjóðkirkjuna. Söfnuðurinn heitir Siðmennt og býður upp á borgaralega fermingu auk annars.
Helgi Hrafn þingmaður heimtar aukið opinbert fé í söfnuð eiginkonunnar. Þetta er tær spilling, getur ekki verið skýrari. Þingmaður er handhafi fjárveitingavaldsins og skarar eld að eigin köku.
Mun Helgi Hrafn axla ábyrgð, nú þegar spillingin er afhjúpuð?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. desember 2019
Svanhildur: Bjarni Ben. íhugar að hætta í stjórnmálum
Umsókn Svanhildar Hólm um stöðu útvarpsstjóra gefur til kynna að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sé á útleið úr pólitík.
Svanhildur Hólm er aðstoðarmaður Bjarna í átta ár. Útvarpsstjóri er ekki það gott brauð að fólk hættir aðstoðarmennsku mögulegs forsætisráðherra til að stýra fjölmiðli á fallandi fæti. Í framtíðinni yrði feitari gölt að flá.
Síðustu misseri er annað slagið slúðrað um brotthvarf Bjarna. Kvitturinn er iðulega runnin undan rifjum Hringbrautar-Fréttablaðsins sem Bensi frændi Bjarna er nátengdur og merkt eilífðaröfund litla ljóta andarungans sem aldrei varð svanur. Umsókn Svanhildar skýtur fótum undir grun að barnaheimilið verði brátt án forstöðumanns.
![]() |
Svanhildur Hólm sækir um stöðu útvarpsstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)