Heimslöggan er marghöfða þurs

Bandaríkin taka sér hlutverk alþjóðalögreglu í efnahagsbrotum, samkvæmt meðfylgjandi frétt. Evrópusambandið beitir sambærilegu lögregluvaldi, bæði út á við, t.d. gagnvart bandarískum fyrirtækjum, en enn frekar innan vébanda ESB, samanber inngrip í innanríkismál Póllands og Ungverjalands.

Sameinuðu þjóðirnar reyna lögþvinganir í loftslagsmálum og fá víða áheyrn, ekki síst hjá glópahlýnunarsinnum á Íslandi.

Á bakvið lögregluvald af þessu tagi standa hernaðar- og efnahagsmáttur. En það eru takmörk fyrir einhliða valdheimildum, eins og prýðilega er gerð grein fyrir í samantekt Gordon M. Hahn.

Vestrænar herraþjóðir og samtök á þeirra vegum, t.d. ESB, bæta ekki heiminn með yfirgangi.


mbl.is Ericsson í klóm heimslögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði - ekki auðræði; sósíalistar mótmæla

Sósíalistar mótmæltu á Austurvelli. Trú sósíalista er að stjórnvöld skapi verðmæti. Hugsunin er að ríkisvaldið sjái þegnunum fyrir framfærslu.

Sovétríkin reyndu þessa aðferð, Kúba einnig og nú síðast Venesúela. Gekk ekki og mun aldrei ganga.

Sósíalismi er annað orð yfir valdastétt sem veit allt betur. Í sósíalistaríki eru þeir fangelsaðir eða skotnir sem eru ósammála yfirstéttinni. Aumkunarvert er að fólk fari á Austurvöll til að biðja um hlekki og eymd.


mbl.is Mótmæla áfram og krefjast afsagnar Kristjáns Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband