Viðreisnar-fjölmiðill, 3 risar á markaði

Helgi Magnússon stofnaði Viðreisn með peningum sínum og tengslum. Nú er Viðreisn komin með málgagn sem áður kjarninn í Baugs-fjölmiðlaveldis Jóns Ásgeirs.

Þrír risar ráða fjölmiðlamarkaðnum: Viðreisnar-miðlar, Morgunblaðið og RÚV. Tveir eru einkareknir en RÚV tekur sinn hlut á þurru með ríkisfé.

Vinstrimenn munu þjappa sér saman í stuðningi við RÚV sem er þeirra málgagn í sókn og vörn; sér vinstripólitík fyrir hannaðri umræðu um spillingu og almenna mannvonsku til hægri.

Málefnastaða RÚV verður þó sífellt verri og æ skýrara að markaðsmisnotkun í þágu stjórnmálahagsmuna er vonlaust að verja til langframa.


mbl.is Torg kaupir eignir Frjálsrar fjölmiðlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhyggja sigrar í Bretlandi

Íhaldsflokkurinn lagði England að fótum sér og gekk af ESB-væddum Verkamannaflokki dauðum. Hægribylgjan í Englandi er í ætt við stefnu Miðflokksins hér á landi. Þjóðhyggja sigraði einnig í Skotlandi, undir forystu Nikkólu Sturgeon, sem er Ögmundur Jónasson þeirra Skota.

Hreini ESB-flokkurinn, Frjálslyndir, engilsaxnesk Viðreisn, galt afhroð.

Ensk þjóðhyggja tryggir Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Skosk þjóðhyggja setur úrsögn úr Bretlandi á oddinn og vill nota aðild að ESB til að tryggja hana.

 


mbl.is Corbyn ekki sætt ef útgönguspár rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband