Viðreisnar-fjölmiðill, 3 risar á markaði

Helgi Magnússon stofnaði Viðreisn með peningum sínum og tengslum. Nú er Viðreisn komin með málgagn sem áður kjarninn í Baugs-fjölmiðlaveldis Jóns Ásgeirs.

Þrír risar ráða fjölmiðlamarkaðnum: Viðreisnar-miðlar, Morgunblaðið og RÚV. Tveir eru einkareknir en RÚV tekur sinn hlut á þurru með ríkisfé.

Vinstrimenn munu þjappa sér saman í stuðningi við RÚV sem er þeirra málgagn í sókn og vörn; sér vinstripólitík fyrir hannaðri umræðu um spillingu og almenna mannvonsku til hægri.

Málefnastaða RÚV verður þó sífellt verri og æ skýrara að markaðsmisnotkun í þágu stjórnmálahagsmuna er vonlaust að verja til langframa.


mbl.is Torg kaupir eignir Frjálsrar fjölmiðlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samkeppnisstofnun á ekki að láta ESB-manninn Helga Magnússon komast upp með þetta!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 13:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi á nú þegar Fréttablaðið og ræður þar lögum og lofum, með ESB-trúboði og annarri augljósri hlutdrægni "fréttamanna" þar (m.a. gegn Vigdísi Hauksdóttur og Miðflokknum).

Helgi á ekki að komast upp með það, sem hann ætlar sér nú: að kaupa bæði DV og vefmiðil þess, dv.is (sem miðlað er til af Eyjunni)!

Samkeppnisstofnun afsannar gildi sitt, ef hún lætur undan þessari fákeppnis-tilraun Helga Magnússonar!

Jón Valur Jensson, 13.12.2019 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband