Trump, Kína og hugmyndafræðin

Hvers vegna nær Trump árangri gagnvart Kína, sem misbeitir ríkisvaldinu í þágu útflutningsiðnaðar?

Jú, Trump notar sömu vopn og Kínverjar, setur á tolla eftir þörfum.

Obama, Bush og Clinton, forverar Trump, voru allir fangar hugmyndafræði. Ekki þeirrar kommúnísku heldur hugmyndafræðinnar um að frjáls viðskipti séu æðst gæða. 

Trump er ekki maður hugmyndafræði heldur hagnýtra lausna.


mbl.is Markaðir bregðast vel við yfirlýsingu Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljinn tekur RÚV í nefið

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sagði RÚV eina sögu um mútugjöf í Namibíu en útskýrði sömu mútugreiðslu á annan hátt í viðtali við Al Jazeera, að því er kemur fram í Viljanum.

Þá kemur einnig fram að Jóhannes hafi kokkað upp langtímaleigusamninga eftir að lögfræðingur Samherja krafði hann um skýringar á fjárútlátum. Einleiknum í Namibíu pakkaði uppljóstrarinn saman í ótrúverðuga frásögn sem RÚV keypti hráa.

Viljinn er lítill netmiðill sem tekur RÚV í nefið. Milljarðarnir sem renna frá ríkinu í Efstaleiti eru ekki notaðar til að segja fréttir heldur búa þær til.


mbl.is Dregur mútugreiðslur í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband