Skólastarf byggir á trausti

Án trausts á milli kennara og skólastjórnenda annars vegar og hins vegar foreldra og fræðsluyfirvalda verður skólastarf í molum. 

Nú þegar foreldrar, kennarar og skólastjórnendur, og bæjarstjórnarmenn á Seltjarnarnesi hafa viðrað áhyggjur sínar þannig að eftir sé tekið er tvennt í stöðunni. Að halda áfram að eyða trausti á milli aðila með látum og fjölmiðlayfirlýsingum. Eða að slíðra sverðin og einsetja sér að byggja upp traust á ný.

Ef aðilar halda áfram fjölmiðlaglennum verður Grunnskóli Seltjarnarness skólaútgáfa af Reykjalundsmálinu. Varla er það eftirsóknarvert.

(Sá sem hér skrifar er íbúi á Seltjarnarnesi og á tvö börn sem fóru í gegnum grunnskóla sveitarfélagsins.)


mbl.is Nemendur eiga ekki að vera fórnarlömb togstreitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar móðgast og börnin sitja heima

Samfylkingin á Nesinu segir í fréttatilkynningu um skólamál á Seltjarnarnesi: ,, Það er ljóst að það voru atriði í námsmatinu sem þörf var á að uppfæra og að skólinn hafði getað mætt ábendingum foreldra fyrr." 

Að öðru leyti varpar Samfylkingin allri ábyrgð frá sér og vísar á meirihluta sjálfstæðismanna, sem hafa enn ekki útskýrt hvaða reimleikar eru í skólamálum bæjarins.

Í bréfi til foreldra útskýra kennarar sína hlið málsins ,,um­fjöll­un hef­ur haft þau áhrif inn í skól­ann að kenn­ur­um og stjórn­end­um finnst frek­lega að sér vegið og kenn­ar­ar treysta sér ekki til að taka á móti nem­end­um í dag."

Í stuttu máli þá móðguðust kennarar og stjórnendur og lögðu niður vinnu.

Þar með er mál sem ætti að vera á vettvangi skóla, foreldra og bæjaryfirvalda á Nesinu orðið að opinberri móðgunargirni sem er nánast óseðjandi eftir að hún kemst í hámæli fjölmiðla.

Einfalt ráð er að móðgast eilítið minna og leggja aðeins meira á sig að finna lausnir. Það er öllum fyrir bestu. Farsinn sem annars fer af stað skaðar alla viðkomandi.

 

 


mbl.is Bæjarfulltrúar hafi vegið gróflega að skólafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójöfnuður, frjálshyggja og sósíalismi

Frjálshyggjan var höfð fyrir rangri sök, segir Economist, ójöfnuður jókst ekki á hennar vakt. Engu að síður er frjálshyggjan dauð, að áliti nóbelshagsfræðingsins Josehp Stiglitz.

Frjálshyggjan var ráðandi hugmyndafræði í 40 ár. Hún tók við gjaldþrotabúi annarrar hugmyndafræði, sósíalisma/kratisma, sem átti sína mektardaga áratugina eftir seinna stríð.

Þegar nánar er að gætt eiga frjálshyggja og sósíalismi það sameiginlegt að vera eingyðistrú, á markaðinn annars vegar og hins vegar ríkisvald. Bæði sósíalismi og frjálshyggja stefndu að alþjóðaríki þar sem ein og sama hugmyndafræðin setti öllum sömu lög og reglur.

Lýðræði, sú hugmynd að fólk réði sem mestu um nærumhverfi sitt, var eins og lús á milli tveggja nagla; frjálshyggju og sósíalisma.

Stiglitz kallar það endurreisn sögunnar þegar oki hugmyndafræði léttir. Í sögunni eru margir krókar og kimar. Huggulegasta afdrepið er þjóðhyggja byggð á lýðræði. Sá íverustaður eru sígildur. Forn-Grikkir nýttu sér hann sem og landnámsmenn Íslands.

 


mbl.is Ójöfnuður minni en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband