Ríkisvald, landamćri og lýđrćđi: Trump, Boris og Pútín

Frjálslyndir og vinstrimenn ađhyllast hugmyndafrćđi sem felur í sér mótsögn: lýđrćđi án landamćra. Blekkingin ađ baki hugmyndafrćđinnar er ađ frjálsri verslun fylgi algild mannréttindi.

Frjáls verslun kemur úr ranni frjálslyndra en lýđrćđi án landamćra frá sósíalistum. Evrópusambandiđ er háborg blekkingarinnar.

Boris Johnson ţakkar kjósendum Verkamannaflokksins stuđninginn í nýafstöđum ţingkosningum í Bretlandi, sem Íhaldsflokkurinn sigrađi í undir formerkjunum ein ţjóđ, ein landamćri. Boris strýkur međhárs ţeim sósíalistum sem sáu ljósiđ, rifu sig frá blekkingunni. 

Sigur Johnson og Íhaldsflokksins var tap Frjálslynda flokksins, sem vill Bretland áfram í ESB, og Verkamannaflokksins sem krafđist opinna landamćra.

Öflugustu stjórnmálamenn síđustu ára; Trump í Bandaríkjunum, Pútín í Rússlandi og Johnson í Bretlandi fylgja ţeirri stefnu ađ lýđrćđi er óhugsandi án landamćra. Borgaraleg réttindi, mannréttindi, eru ađeins tryggđ međ ríkisvaldi og landamćrum. Samrćmt hatur frjálslyndra og vinstrimanna á ţremenningunum stađfestir meginvíglínu vestrćnna stjórnmála.

Hugmyndafrćđi frjálslyndra og vinstrimanna um lýđrćđi án landamćra leyfir hvađa öfgamanni sem er ađ vađa á skítugum skónum inn í vestrćnt lýđrćđisríki og haga sér eins og apaköttur í nafni mannréttinda sem öfgamađurinn ţó fyrirlítur.

Almenningur skynjar mótsögnina og kýs til valda menn sem virđa landamćri, trúa á fullveldi ţjóđa og hafna mótsögninni um lýđrćđi án landamćra. 

Ađeins ríkisvald tryggir mannréttindi. Á vesturlöndum fćr ríkisvaldiđ umbođ sitt frá almenningi sem framselur einstaklingsrétt sinn í nafni sameiginlegra gilda um hvernig málefnum samfélagsins skuli háttađ. Af ţessu leiđir getur ekki hvađa apaköttur sem er orđiđ ţegn samfélagsins. Hann ţarf ađ játast grunngildum samfélagsins sem hann ćskir ađild ađ.

Hér heima eru eftirfarandi stjórnmálaflokkar bandingjar blekkingarinnar um lýđrćđi án landamćra: Samfylkingin, Viđreisn, Vinstri grćnir og forysta Sjálfstćđisflokksins. Framsókn ekur seglum eftir vindi, eins og jafnan. Ađeins Miđflokkurinn er réttu megin víglínunnar.  


mbl.is Ţakkar stuđningsmönnum Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 15. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband