EES einangrar Ísland frá Bretlandi

Bretland er Íslandi mikilvægara en meginland Evrópu, bæði í viðskiptalegu og menningarlegu tilliti. Bretland er á leið úr félagsskap meginlandsríkjanna, Evrópusambandinu, en sljó og seinfær íslensk yfirvöld binda sitt trúss við EES-samninginn.

Yfirlýsing forsætisráðherra Breta um að allt regluverk ESB fari á haugana eftir Brexit afhjúpar einfeldningslega og grunnhyggna utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins síðustu ára. 

Forystu Sjálfstæðisflokksins er fyrirmunað að hugsa sjálfstætt, samanber 3. orkupakkann, og lætur öll eggin í Brussel-körfuna. Í deilunni um 3. orkupakkann var tækifæri til að senda skýr skilaboð um að hagsmunir Íslands væru fríverslun en ekki yfirþjóðlegt samband við meginland Evrópu. 

Brexit kippir fótunum undan EES-samningnum. Sjálfstæðisflokkurinn situr uppi með Svarta-Pétur.


mbl.is Engin aðlögun að reglum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump er - líka þegar hann er ekki

Frétt um Trump, sem gengur út á að hann sé ekki, þar sem hann þó einu sinni var, í Hollywood-mynd, sýnir styrk pólitísks vörumerkis forseta Bandaríkjanna.

Enginn kemst með tærnar þar sem Trump er með hælana. 

Í forsetakosningunum á komandi ári er Trump með slíkt forskot að jafna má við stöðu Liverpool í ensku deildinni.


mbl.is Klipptu Trump út úr Home Alone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband