Vísindavefurinn afneitar vísindum

Sá sem notar orðið afneitun í vísindalegri umræðu tekur trúarafstöðu sem á ekkert sameiginlegt með vísindum. Vísindavefur Háskóla Íslands fellur í trúarpyttinn í umfjöllun um ólíkar skoðanir á loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Vísindi er aðferð til að skilja náttúruna. Vísindakenning staðhæfir tiltekið samhengi í náttúrunni. Til að kenningin fái staðfestingu þarf hún að gera tvennt. Í fyrsta lagi að hafa forspárgildi. Í öðru lagi að útskýra liðna atburði.

Kenningin um að athafnir mannsins stjórni veðrinu uppfylla hvorugt skilyrðið. John Christy, viðurkenndur loftslagsvísindamaður, hefur sýnt fram á að spár um hlýnun síðustu áratuga eru rangar. Spárnar sem IPCC, sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem tekur þær saman og gefur út, eru mælanlega og sannanlega rangar.

Seinna skilyrðið, að útskýra liðna atburði, er heldur ekki uppfyllt af þeim sem telja manninn breyta loftslaginu. Miðaldahlýskeiðið, frá um 900 til 1300, er viðurkennd vísindaleg staðreynd. Litla ísöldin, sem tók við og stóð fram á 19. öld, er einnig vísindaleg staðreynd. Í hvorugu tilfellinu gat maðurinn haft nokkur áhrif á loftslagsbreytingar. Lögmál loftslagsbreytinga eru óþekkt en hitt er sannanlega vitað, að náttúran breytir veðri frá degi til dags og loftslag tekur breytingum frá ómunatíð.

Það er ekki til nein heildstæð kenning um veðurfar og loftslag. Ef slíkrar kenningar nyti væru trúverðugar veðurspár ekki takmarkaðar við fáeina daga, eins og nú er. 

Vísindamenn á sviði loftslags, sem ekki eru sammála Al Gore, Grétu Thunberg og Vísindavef HÍ, eru m.a. Richard Lindzen, Roy Spencer og Judith Curry. Þau tvö síðast nefndu halda úti heimasíðum sem hægt er að kynna sér. Fyrirlestra Lindzen má finna á you tube.

Það er ekki ,,afneitun" að benda á hið augljósa, að manngert veðurfar er ímyndun. Aftur er það afneitun á veruleikanum að taka trúarafstöðu í vísindaumræðu.


RÚV er meinsemd í tvennum skilingi

RÚV er risinn meðal íslenskra fjölmiðla. RÚV er eini fjölmiðillinn sem fær beint framlag úr ríkissjóði sem tryggir yfirburðastöðu. Í þessum skilningi er RÚV rekstrarleg meinsemd.

Yfirburðir á fjölmiðlamarkaði tryggja RÚV dagskrárvald í opinberri umræðu sem enginn annar fjölmiðill nýtur. Sterkt dagskrárvald notar RÚV til að hanna fréttaflutning sem stenst ekki lágmarkskröfur um fagmennsku. Í stað þess að segja fréttir, býr RÚV til ,,umræðu".

Misnotkun á dagskrárvaldi er sýnu alvarlegra brot en að vera í markaðsráðandi stöðu. En til að hemja umræðusýki RÚV verður að jafna leikvöllinn þannig að RÚV fái ekki forskot frá ríkinu á aðra fjölmiðla.


mbl.is Telur frumvarp andvana fætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slúður, spilling og Píratar

Píratar eru hugfangnir af spillingu. Einn þeirra, Björn Leví, safnar skipulega slúðri í þeim yfirlýsta tilgangi að afhjúpa spillingu. Í Moggagrein veitir hann innsýn í söguburðinn og byrjar svona:

Sög­ur af dag­legri spill­ingu eru al­mennt séð slúður. En kannski kann­ast þú við svipaða sögu, hef­ur kannski orðið vitni að ein­hverju álíka. Það þýðir að sag­an er lík­lega ekki slúður.

Slúður er ein tegund spillingar. Að trúa misjöfnu upp á náungann að ósekju er spilling í sjálfu sér.

Andstæða spillingar er hreinlífi í hugsun og hegðun. Ekkert í heiminum er gott fyrirvaralaust nema góður vilji, skrifaði Kant.

Söfnun á slúðri þjónar innsta eðli Pírata. Sem er illvilji.


Bloggfærslur 9. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband