RÚV: Namibía merkilegri en hamfarir norðan heiða

RÚV sendir ítrekað fréttamenn hálfa leið yfir hnöttinn, til Namibíu, en lætur vera að senda fréttamann á hamfarasvæði á Íslandi.

Í Namibíu eru aðstæður sem hvorki fréttamenn RÚV né íslenskur almenningur þekkir til. Fréttir þaðan má kríta liðugt.

Norðurland Íslands er aftur vettvangur sem kemur okkur öllum við sem byggjum þessa eyju. Þegar RÚV afsakar fjarveru sína frá hamfarasvæðum á Íslandi með þeim orðum að ,, stund­um voru upp­lýs­ing­ar frá einni stofn­un þvert á upp­lýs­ing­ar frá ann­arri" blasir spurningin við: hvers vegna voru fréttamenn RÚV ekki á staðnum?

Hvers vegna sátu fréttamenn RÚV við símann í Efstaleiti þegar náttúruhamfarir skullu á norðurlandi en flugu reglulega til Namibíu í ómerkilegum erindagjörðum?

RÚV misnotar almannafé til að stunda fréttaskáldskap í Namibíu en sinnir ekki lögbundnu hlutverki sínu á Íslandi. RÚV er ekki trúverðug stofnun og ætti ekki að vera á framfæri almennings. 


mbl.is RÚV bregst við umræðu vegna fréttaflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórdís, orkupakkar og óskilvirkni

Beint samband er á milli orkupakka 1-3 frá ESB annars vegar og hins vegar óskilvirkum raforkumálum Íslendinga, sem leiddu til hamfaratjóns.

Orkupakkar ESB miðast við að brjóta upp raforkumál á markaði sem telur 500 milljónir íbúa. Raforkumarkaður á Íslandi á að þjóna 300 þúsund landsmönnum. Orkupakkar ESB ganga í þveröfuga átt við þarfir Íslendinga.

Það þarf pólitíska forystu til að framfylgja þjóðarhagsmunum í raforkumálum Íslendinga. Er Þórdís iðnaðar að vakna upp af þyrnirósasvefni ESB-lausna?


mbl.is „Tætingslegt og óskilvirkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband