Svanhildur: Bjarni Ben. íhugar að hætta í stjórnmálum

Umsókn Svanhildar Hólm um stöðu útvarpsstjóra gefur til kynna að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sé á útleið úr pólitík.

Svanhildur Hólm er aðstoðarmaður Bjarna í átta ár. Útvarpsstjóri er ekki það gott brauð að fólk hættir aðstoðarmennsku mögulegs forsætisráðherra til að stýra fjölmiðli á fallandi fæti. Í framtíðinni yrði feitari gölt að flá.

Síðustu misseri er annað slagið slúðrað um brotthvarf Bjarna. Kvitturinn er iðulega runnin undan rifjum Hringbrautar-Fréttablaðsins sem Bensi frændi Bjarna er nátengdur og merkt eilífðaröfund litla ljóta andarungans sem aldrei varð svanur. Umsókn Svanhildar skýtur fótum undir grun að barnaheimilið verði brátt án forstöðumanns.


mbl.is Svanhildur Hólm sækir um stöðu útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Frændinn veðjaði á rangan hest.

Lífskjör á Íslandi eru miklu betri en í ESB. Það er langsótt að þakka ríkisstjórninni eða kenna henni um lægðina sem gengur nú yfir landið.

Áhyggjuefnið er að við séum að glata sjálfsstæðinu vegna ofurþrýstings forríkra andskota sem vilja leggja niður lýðræðið og afhenda það búrókrötum sem þeir hafa í vasanum eins og hvert annað klink. Og ríkisstjórnin leggur sig í líma um að þóknast alþjóðlegri "ímyndarveiki" sem er kölluð - hamfarahlýnun.

Nú er ekki síldarhrun, ekkert bankahrun en það breytir engu. Nú er vandinn í höfðinu á fólki - þess vegna vill það ganga í ESB. 

Benedikt Halldórsson, 11.12.2019 kl. 08:16

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Vandinn í höfðinu"

Það er valdabarátta um heimsyfirráð. 

Með því að fá fólk til að "samþykkja" eitthvað sem allir eru sammála um, eins og að flokka rusl eða koma vel fram við aðra, eitthvað í þeim dúr, vinnur "herinn" traust fólks.

Það fer að hlýða einföldum "skipunum" sem eru ekki eini sinni umdeildar - í fyrstu. Það myndast goggunarröð. Efst í valdastiganum er "stofnanir" sem bera virðuleg nöfn og eru sífellt að gera heiminn "betri" með vægast sagt umdeildum hætti. Þar fyrir neðan eru allir - líka þjóðarleiðtogar. En það er áralöng hefð að hlýða án umhugsunar - eins og hundar. 

Hlýðniferlið getur tekið mörg ár en fólk sem ferðast um á þotum til að mæta á "neyðarfundi" víðsvegar um heiminn til að draga úr eldsneytisnotkun - útskrifast úr hlýðniskólanum með A+.

Benedikt Halldórsson, 11.12.2019 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband