Traust kemur með trúnaði

Traust er af skornum skammti í pólitík og aldrei minni en árin eftir hrun. Heilir stjórnmálaflokkar, Píratar, ná afbragðsárangri í í skoðanakönnum með því að gera út á vantraust.

Til að byggja upp traust þarf trúnað. Sá trúnaður sem mestu skiptir fyrir stjórnmálaflokk er að forysta flokksins vinni samhent að sameiginlegum markmiðum.

Sigurður Ingi býður sig fram gegn sitjandi formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð, vegna þess að formaðurinn verður fyrir ómaklegum árásum frá einum fjölmiðli sérstaklega, RÚV.

Þegar Sigurður Ingi segir Sigmund Davíð ekki hafa ,,endurreist traust" á hann við að RÚV heldur áfram árásum á formanninn. Traust eykst ekki með því að menn leggist á árarnar með þeim sem ala á vantrausti. Traust byrjar með trúnaði.

Sigurður Ingi nefnir engin málefnaleg rök fyrir formannsframboði sínu. Framboð Sigurðar Inga elur á vantrausti, sem myndi aukast stórkostlega ef svo slysalega vildi til að hann hefði árangur sem erfiði. Í hjarta sínu veit Sigurður Ingi að hann er leiksoppur. Þess vegna segist hann ætla að fylkja sér að baki þeim formanni Framsóknarflokksins sem verður kjörinn næstu helgi. Sem hlýtur að vera Sigmundur Davíð.

 


mbl.is Náði ekki að endurreisa traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkar í fokki - lýðræði og óreiða

Jafn ólíkir flokkar og Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Píratar lenda allir ógöngum vegna lýðræðislegra prófkjara. Samfylkingin logar stafnanna á milli, konur yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og Píratar endurtaka prófkjör sem skilar rangri niðurstöðu að mati forystunnar.

Flokkar sem stunda handval á lista, Viðreisn, eða ganga skammt í lýðræði við val á frambjóðendum, Vinstri grænir, sleppa við lýðræðisraunir hinna.

Lýðræði er aðferð til að útkljá val á milli kosta, hvort heldur það eru einstaklingar á framboðslista eða pólitískrar stefnu í þingkosningum. En til að aðferðin virki þarf almennt samkomulag um að nota hana annars vegar og hins vegar að allir viðkomandi hlíti niðurstöðunni sem lýðræðið gefur.

Eftir hrunið veiktust undirstöður lýðræðisins. Samkomulagið um hvenær og hvernig ætti að nota lýðræðið rofnaði, það sést til dæmis í umræðunni um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þegar samkomulagið um aðferðina var fyrir bí þótti sjálfsagt að hafna niðurstöðum lýðræðisins. Málþóf á alþingi var talið eðlilegt til hindra framgang lýðræðisins. Fjöldamótmæli á Austurvelli voru einnig þessu marki brennd.

Lýðræði án samkomulags um hvernig því skuli háttað leiðir til óreiðu. Tilraunir til að auka lýðræðið við þessar kringumstæður mun einungis valda meiri óreiðu. Að lokum mun óreiðan ráða ferðinni en lýðræðið verða að minningu.

 


mbl.is Varaformaðurinn segir líka skilið við flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-framboðið gegn Sigmundi Davíð

RÚV var fyrst til að tilkynna framboð Sigurðar Inga gegn Sigmundi Davíð. Fer vel á því, forsætisráherra fékk áskorun frá RÚV að verða rúsínan í pylsuenda Wintris-aðfararinnar.

Að baki Sigurði Inga stendur fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, sem atti aðstoðarmanni sínum á foraðið til að ryðja brautina að hásætinu.

Framsóknarflokkurinn velur á milli foringja og verkfæris.

 


mbl.is Sigurður Ingi ætlar í formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar geta ekki stjórnað sjálfum sér

Píratar tala sín á milli í gegnum sálfræðing. Birgitta Jónsdóttir er hálfguð Pírata og fer sínu fram, breytir framboðslistum ef því er að skipta og finnur upp heilbrigðisstefnu á spjalli í Húsasmiðjunni.

Kortéri fyrir kosningar er kosningastjórinn rekinn án annarra skýringa en að ,,skoðanaágreiningur" sé uppi.

En auðvitað geta Píratar stjórnað landinu þótt þeir stjórni ekki sjálfum sér.


mbl.is Kosningastjóri Pírata rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar boða byltingu, Viðreisn ESB-aðild

Á RÚV-fundi formanna stjórnmálaflokka í gærkvöldi boðuðu Píratar byltingu. Formaður Viðreisnar sagðist ætla að berjast fyrir ESB-aðild. Enginn brást við orðum Píratans en Bjarni Ben. sagði ,,galið" að boða ESB-aðild.

Píratar og Viðreisn eru samtals með 30 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Ef þessir flokkar fá framgang í kosningunum í næsta mánuði verður bylting í Reykjavík og fullveldið flyst til Brussel.

Góðærið verður sem sagt notað til að bregða búi og kveikja í uppskerunni.

 


mbl.is Kári, var það ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV á að biðja Sigmund Davíð afsökunar

RÚV hannaði fréttir til að knésetja Sigmund Davíð sem stjórnmálamann. RÚV krefst þess að Sigmundur Davíð sanni sakleysi sitt en leggur ekki fram gögn sem sýna meinta sekt hans.

Aðför RÚV að Sigmundi Davíð er þráhyggja. Í kvöld var frétt á RÚV, skrifuð af manni sem áður vann hjá undirverktakanum Reykjavík Media. Fréttin er um Bahama-skjöl, sem eru önnur en svokölluð Panamaskjöl, og taka m.a. til Kros fyrrum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. Í lok fréttarinnar segir RÚV:

Þetta eru að efninu til sömu skýringar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gaf í viðtali og í yfirlýsingum um félagið Wintris Inc.

Niðurlagið er óþverralegur áburður á Sigmund Davíð þar sem honum er án raka slengt saman við mál sem tengist honum nákvæmlega ekki neitt. Efstaleiti þarf á sálfræðingi að halda.

 


mbl.is Getur ekki beðist afsökunar á árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvóti er ekki frjálslyndi

Kynjakvóti er valdboð um hlutföll kynja á framboðslista. Valdboð getur ekki verið merki um frjálslyndi, eins og þrjár sjálfstæðiskonur segja á fésbók.

Og að lýðræðislegar kosningar séu merki um íhaldssemi er enn langsóttara.

En það hentar Viðreisn ágætlega að fá vottorð frá sjálfstæðiskonum að handval Benedikts formanns á framboðslista sé merki um frjálslyndi.

 


mbl.is Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV klumsa: Vigdísarhatur eða ESB-ást fyrsta frétt?

RÚV varð klumsa í hádeginu, vissi ekki hvort hatrið á Vigdísi Hauksdóttur ætti að vera fyrsta frétt hádegisins eða ESB-ást fréttastofunnar.

Niðurstaðan varð málamiðlun. Í ,,helsti" fréttastofunnar, þ.e. þegar fréttalesari les fyrirsagnir frétta í upphafi, var ESB-ástin yfirsterkari. Ómerkileg frétt um upphlaup Össurar á alþingi var fyrst í ,,helstinu".

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var samt sem áður um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur, en hún var önnur í ,,helstinu". RÚV endurvann garg stjórnarandstöðunnar á alþingi um að skýrslan ætti að heita samantekt.

Í þrjár mínútur tæpar röflaði fréttamaður RÚV í aðalfréttatíma dagsins um hvort skýrsla væri skýrsla eða samantekt. Ekki kom aukatekið orð um innihald skýrslunnar/samantektarinnar.

Aumkunarvert.

 


Vímulaus æska - verum stolt

Samstillt átak foreldra, skóla og stjórnvalda gerir íslenska unglinga að alþjóðlegri fyrirmynd fyrir þær sakir að áfengisneysla þeirra er lítil.

Við ættum að fyllast stolti af þessum árangri.

Og ekki undir neinum kringumstæðum tefla árangrinum í hættu í þágu verslunarhagsmuna sem vilja áfengi í matvörubúðir.

 


mbl.is Íslensk ungmenni til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búvörulögin og vinstribloggherinn

Vinstribloggherinn reyndi að efna til uppþots vegna  búvörulaganna. Aðgerðin var með sama svipmóti og önnur sambærileg uppþot. Afmarkað mál var tekið fyrir, það skrumskælt og ýkt. Sagt var að búvörulögin jafngiltu nokkrum Icesave-samningum og þau væru samsæri gegn neytendum. Til að krydda málið enn frekar voru á lofti ásakanir um dýraníð.

Öflugasti flokkur vinstrimanna, Píratar, fékk á sig holskeflu gagnrýni fyrir hjásetu í málinu. Aumasti flokkur, vinstrimanna,Samfylkin, notaði tækifærið að koma sér á framfæri og krafðist uppstokkunar á landbúnaðarkerfinu. Sérkennilegt bandalag auðhrings og vinstrimanna varð til í hita leiksins þar sem krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu var fylgt eftir með undirskriftarsöfnun á netinu. Allt var til reiðu að efna til útifundar á Austurvelli.

En svo dagaði stóra-búvörumálið uppi. Bloggher vinstrimann tókst ekki að fylgja eftir hávaðanum, þrátt fyrir aðstoð RÚV og annarra fjölmiðla.

Og nú skrifar forsetinn undir búvörulögin. En vinstribloggherinn bíður eftir næsta tækifæri að taka æðiskast og efna til nýrrar atlögu.


mbl.is Forsetinn hefur staðfest búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband