Orð Birgittu eru lög Pírata

Þá er það staðfest. Stefna Pírata er það sem Birgittu Jónsdóttur dettur í hug hverju sinni.

Þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, tel­ur að Birgitta hafi verið mis­skil­in. Vegna þess hversu „stór fíg­úra“ Birgitta væri í röðum Pír­öt­um kunni fólk að hafa tekið því þannig að það sem hún segði væru lög.

Ef Birgittu líst illa á framboðslista Pírata er efnt til nýs prófkjörs, þar sem Birgitta og nánustu félagar hennar fá leyfi til að smala - en öðrum er það bannað. Orð Birgittu eru lög. Eins og sumir trúarleiðtogar talar Birgitta tungum. Því þarf sálfræðing að túlka orð hennar.


mbl.is Deilt um völd og pólitíska fortíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að það skuli þurfa vinnustaðarsálfræðing, svo almennir píratar skilji, misskilji ekki, eða villist af réttri leið, er umhugsunarefni. Þegar ein manneskja er orðin "svo stór fígúra", í flokki þar sem engin ein manneskja á að ráða öllu, að  það þurfi sálfræðing til að koma boðskap hennar til skila, er fokið í flest skjól nostalgíunnar, sem flokksmenn dreymir um.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.9.2016 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband