Ónýta Íslandi skipt út fyrir nýja Ísland

Vinstriflokkarnir lærðu af rassskellingunni sem þeir fengu í kosningunum 2013, þegar ónýta Ísland var slagorð þeirra, og tala nú hver í kapp við annan um nýja Ísland.

Stefna vinstriflokkanna er enn sú sama: hækka skatta, eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins, etja landsbyggðinni gegn þéttbýlinu og flytja fullveldið til Brussel.

Nýja Ísland verður ónýta Ísland ef vinstriflokkarnir ná meirihluta 29. október.


mbl.is Vilja besta heilbrigðiskerfi í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató stundar stríðsæsingar - og býr til ónýt ríki

Írak er ónýtt ríki eftir innrás Bandaríkjanna 2003, Sýrland og Líbýa eru sömuleiðis vígvöllur eftir inngrip Bandaríkjanna. Úkraína er ónýtt ríki eftir afskipti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Nató nýtti ekki sigurinn í kalda stríðinu til að stuðla að friði og öryggi heldur til að efna til óvinafagnaðar í Austur-Evrópu og skipta um ríkisstjórnir í miðausturlöndum.

Í grein í Le Monde er fjallað um afleiðingar herskárrar stefnu Bandaríkjanna og ESB, með Nató sem verkfæri. Fyrirsögnin, Svefnganga til stríðs, vísar í bók sagfræðingsins Christopher Clark um hvernig Evrópa álpaðist út í fyrra heimsstríð 1914.

Lýðræðisríki í Vestur-Evrópu eru meira og minna fylgihnettir Bandaríkjanna í Nató-samstarfinu, Ísland meðtalið. Uppdráttarsýki herjar á Evrópusambandið, sem ræður ekki við að stjórna eigin landamærum.

Mótsagnakennt eins og það hljómar eru meiri líkur á friði í heiminum ef Trump sigrar í forsetakosningunum í haust. Frú Clinton er fangi herskáu valdaelítunnar sem mótaði utanríkisstefnu Bandaríkjanna eftir kalda stríðið. Sú stefna færir okkur æ nær þriðja heimsstríði.


mbl.is Flug Rússanna ekki ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lamandi áhrif framboðs Sigurðar Inga

Vegna framboðs Sigurðar Inga til formennsku grafa framsóknarmenn djúpar skotgrafir fyrir landsfund. Liður í þeim hernaði er að hvorki formaður né forsætisráðherra tala til þjóðarinnar á eldhúsdegi.

Framboð Sigurðar Inga er vanhugsað og án innihalds - engin málefnaleg rök eru færð fram fyrir framboðinu.

En framboðið stórskemmir möguleika Framsóknarflokksins að tala til þjóðarinnar.


mbl.is Sigmundur og Sigurður tala ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta heilbrigðiskerfið - versta umræðuhefðin

Ísland stendur sig best í heilbrigðismálum, samkvæmt þekktasta læknariti heims, The Lancet. Nær tvö þúsund vísindamenn standa að baki niðurstöðunni.

Umræðan hér heima, þökk sé Kára og öðrum vinstrimönnum, gengur út á að allt sé í kalda koli í heilbrigðismálum.

Umræðuhefðin hér á landi er á verulegum villigötum.


mbl.is Skarar fram úr í heilbrigðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti fékk RÚV-meðferð

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins var í fremstu víglínu þegar Icesave-II samnignarnir voru til umræðu meðal þjóðarinnar. Hann hélt m.a. úti umræðuþræði um hlutdrægni RÚV undir heitinu ,,Eftirlit með hlutleysi RÚV."

Í umræðuþræðinum var vakin athygli á því hvernig RÚV dró taum þeirra sem vildu samþykkja Icesave. Eftir að þjóðin hafnaði Icesave-II í þjóðaratkvæðagreiðslu var Frosti tekinn fyrir af RÚV. Í DV er frásögn af því hvernig Frosti skynjaði meðferðina.

„Það er bara „public execution“ í gangi,“ sagði Frosti við nemendurna um framferði RÚV [...] RÚV þoldi skrif Frosta svo illa, að sögn Frosta, að hann varð persona non grata í augum fréttastofunnar. „Allt sem ég segi er núna algjörlega tekið úr samhengi; þeir vilja bara setja mig af. Og það er enginn sem getur stoppað þá,“ sagði hann og bætti við að nauðsynlegt væri að hafa eftirlit með slíkum starfsháttum.
 
RÚV hefur fyrir löngu sagt skilið við hlutlæga og málefnalega fréttamennsku. RÚV keyrir áfram sína eigin pólitísku dagskrá, sem er iðulega ættuð úr vinstriflokkunum.

 


Bloggfærslur 26. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband