Frjálslyndi verður að fordómum hjá Samfylkingu

Kona á besta aldri nær kosningu í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingar er færð niður um tvö sæti sökum aldurs.

Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur flokkur en setur sér reglur sem kynda undir fordómum.

Frjálslyndi sem endar í fordómum er vitanlega ekkert frjálslyndi. Nema hjá jafnaðarmannaflokki þar sem sumir eru jafnari en aðrir.

 


mbl.is „Hundfúlt“ að vera lækkuð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn með skoðanir sigruðu í prófkjöri - skoðanaleysi tapaði

Menn með skoðanir, Óli Björn í SV-kjördæmi og Ásmundur í Suðurkjördæmi, sigruðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær. Stærsti sigurvegarinn, Páll Magnússon, getur þakkað árangurinn gífurlega sterku baklandi í Vestmannaeyjum.

Skoðanaleysi tapaði, að ekki sé talað um rangar skoðanir af pírataætt.

Eftir hrun varð skoðanaleysi áberandi meðal hægrimanna. Þeir óttuðust að hafa rangar skoðanir og kusu því margir hverjir að hafa ekki neina. Sumir drógust með kjölsogi vinstrimanna sem aldrei eru hræddir við skoðanir en hafa þær flestar rangar. Þeim skoðunum var hafnað í gær.

Þeir sem ætla sér hlut í stjórnmálum verða að hafa skoðanir.


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Sigurður Ingi bjóddu þig fram, gerðu það

Fréttamaður RÚV nánast grátbað Sigurð Inga að bjóða sig fram gegn formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð. RÚV vísaði í ónafngreinda heimildamenn í Framsókn sem lofuðu Sigurði Inga stuðningi. Ónafngreindur stuðningur er harla lítils virði innanflokks, nema þegar RÚV endurvarpar þeim stuðningi á öldum ljósvakans.

RÚV er í herför gegn Sigmundi Davíð. Mælikvarðinn á það hvort herförin heppnast er hvort tekst að hrekja Sigmund Davíð úr stjórnmálum eða ekki. RÚV hannar fréttir af Framsókn til að gera formanninn tortryggilegan.

Í síðustu viku var Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra formannskandídat RÚV í Framsóknarflokkum og þá var Sigurður Ingi kallaður fitubolla af fréttamanni RÚV. Ein vika í pólitík er langur tími og sú síðasta sýndi Eygló pólitískan liðlétting. RÚV flutti óðara stuðning sinn yfir á Sigurð Inga; nú fær hann rauða teppið og drottningarviðtöl á Efstaleiti.

Fyrirsögnin á pólitískri viku Sigurðar Inga er þessi: Frá uppnefni til frægðar - allt í boði RÚV.

 


mbl.is „Þetta var hreinskiptinn fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband