Wintrismálið er pólitísk aftaka án dóms og laga

RÚV og verktaki þess í Wintris-málinu, Reykjavík Media, neituðu Sigmundi Davíð um þau gögn sem ásakanir á hendur honum og eiginkonu hans voru reistar. Þetta kemur fram í pistli aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, Jóhannesar Þórs.

Í réttarríki tíðkast að sá sem er ásakaður um eitthvað fái upplýsingar um sakarefni. Án þess er algjörlega ómögulegt að verja sig. RÚV/Reykjavík Media neituðu að leggja fram upplýsingarnar og hafa enn ekki gert.

RÚV/Reykjavík Media segja að ,,lykilspurningum" sé ósvarað. En gögnin, sem ekki hafa enn verið lögð fram, eru sjálfar forsendur meintra ,,lykilspurninga."

RÚV/Reykjavík Media ætlast til að Sigmundur Davíð sanni að hann sé saklaus. En það er að snúa viðurkenndum leikreglum samfélagsins á haus. Enginn er sekur í okkar samfélagi nema sýnt sé fram á sekt hans, fyrir dómstólum eða í opinberri umræðu.

Ef leikreglur RÚV/Reykjavík Media eru teknar góðar og gildar er leyfilegt að fara fram á opinberum vettvangi með lygar og áburð en engum rökum eða málsatvikum og krefjast þess að sakborningur sanni sakleysi sitt.

Leikreglur RÚV eru uppskrift að siðlausu samfélagi þar sem ásakanir jafngilda sönnun sektar, ef aðeins nógu margir taka undir í fjölmiðlum, bloggi og samfélagsmiðlum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er forvitin eins og oft áður:  Að slepptu aukahlutverki íslendingsins - hvað vakti fyrir svíunum?  Hefur einhver skoðað það?

Kolbrún Hilmars, 29.8.2016 kl. 18:27

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Væri gaman að vita hvað lygar komu fram í þáttunum? Áttu þau engan peninga á aflandseyjum? Seldi Sigmundur Davíð ekki konu sinni hlut sinn í þessu félagi á einn dollar? Sáust ekki skjöl í þættinum sem sýndu fram á þetta? Voru þau ekki raunveruleg? Viðurkendu Sigmundur Davíð og kona hans ekki að eiga þessar eignir í aflandsfélögum? Og er ekki rétt að þau skiluðu ekki inn þessu sérstaka eyðblaði um eignir á alandseyjum? Er einhver annar til frásagnar um hversu mikila eignir þau áttu í aflandsfélagi og hvað þeim bara því að borga í skatt af þeim? Sé ekki alveg hvar lygin liggur. Menn geta deilt um aðferðir sjónvarpsmanna í viðtalinu við Sigmund en afhverju bara hann ekki bara búinn að segja frá þessu áður?

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2016 kl. 19:33

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eiginkona SDG átti vissulega fé erlendis, í bönkum á Bretlandi og í Sviss. Hún átti síðan félag skráð á aflandseyju. Þetta hefur alla tíð legið ljóst fyrir, bæði skattayfirvöldum og landsmönnum.

SDG seldi eiginkonu sinni ekki neitt. Gerð var leiðrétting vegna mistaka bankans. Þetta hefur einnig verið staðfest.

Skjölin sem sýnd voru í þættinum sýna akkúrat ekki neitt og eru engin sönnunargögn. Engin undirskrift var á þeim skjölum, hvorki af hendi SDG né einikonu hans. Ef það dugir að leggja fram ljósrit af óundirrituðu skjali, til að sanna sekt, er illa farið fyrir réttarríkinu.

SDG og eiginkona hans hafa aldrei afneitað því að eiga fé erlendis. Þau hafa talið það fé fram til skatts frá upphafi og greitt af því há skatta hér á landi. Opinberar skattálagningar á hverju ári hafa sýnt þetta, auk þess sem endurskoðunarfyrirtæki þeirra staðfestir það og íslensk skattayfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að skoða þetta mál.

Það er deginum ljósara að fréttastofa ruv fór út yfir öll velsæmismörk í þessu máli og full ástæða til að rannsókn óvilhallra manna fari fram á þeim verknaði.

Hvað einkaaðilar gera í þágu erlendra fjármagnseigenda skiptir minna máli og þó landsmenn kjósi að styrkja slíka vinnumenn auðvaldsins um 12-14 milljónir, þá á fréttastofa ruv að gæta alls velsæmis og byggja allan sinn fréttaflutning á staðreyndum og gæta þess að sjónarmið allra hlutaðeigandi fái jafnt vægi í fréttaflutningi. Það gerði fréttastofa ruv sannarlega ekki.

Líklegt er að þeir aðilar sem stóðu að þessari aðför að SDG liggi nú á bæn um að honum takist að halda völdum innan síns flokks og komist á þing í næstu kosningum. Þeir vita sem er að krafturinn í SDG verður ekki stoppaður og ef hann hefur ekki um pólitíkina að hugsa, mun hann sennilega fara á fullt að leita réttar síns gagnvart þessu fólki, fyrir dómstólum.

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2016 kl. 05:42

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða lygar var um að ræða?

Í ljósi þess að sá sem umfjöllunin beindist að hefur sjálfur staðfest sannleiksgildi þeirra upplýsinga sem komu fram í þeirri umfjöllun...

http://sigmundurdavid.is/hvad-snyr-upp-og-nidur/

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2016 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband