1,5% kjósenda vilja ræða ESB-aðild

RÚV lét könnunarfyrirtæki athuga áhugamál kjósenda - RÚV er farið að skammast sín fyrir að hringja á flokksskrifstofu Samfylkingar eftir þeim upplýsingum.

Ein niðurstaða er sláandi: aðeins 1,5 prósent kjósenda vill ræða ESB-aðild Íslands.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Viðreisn.


Hægri eða vinstri, stöðugleiki eða lausung

Undirstraumar kosninganna í október er stöðugleiki eða lausung. Vinstriflokkarnir, Píratar meðtaldir, bjóða stefnu lausungar þar sem stjórnarskráin, ESB-aðild og efnahagsleg tilraunastarfsemi er í forgrunni.

Hægriflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, stefna á efnahagslegan stöðugleika og hafna tilraunum með stjórnskipun og efnahagsbúskap.

Viðreisn er framboð mótsagna, styður í orði kveðnu stöðugleika en boðar ESB-aðild.

Ýmis hávaðamál munu skjóta upp kollinum í aðdraganda kosninganna og kannski hafa áhrif. En meginlínurnar liggja fyrir.


mbl.is „Hlakka til kosninganna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórflokkurinn er félagsauður

Fjórflokkurinn er niðrandi orð, notað um stjórnmálakerfið sem þróaðist hér á millistríðsárunum og fylgir lýðveldinu frá stofnun. Orðið gefur til kynna að ,,sami rassinn sé undir þeim öllum" og engu breyti hvaða flokkar myndi ríkisstjórn.

Hruni fjórflokksins er reglulega spáð síðustu tvo til þrjá áratugina. Netmiðillinn Kjarninn endurvinnur tugguna í kosningaspá.

Stjórnmálakerfi lýðveldisins, svokallaður fjórflokkur, hefur staðið af sér allar atlögur. Eina ástæðan fyrir þessari seiglu er að fyrirkomulagið gagnast þjóðinni, að öðrum kosti væri það ekki enn við lýði.

Stjórnmál snúast í grunninn um tvennt, hugmyndir og hagsmuni. Innan fjórflokksins rúmast nær allar hugmyndir og meginhagsmunir þeirra hópa sem mynda íslenskt samfélag. Á vettvangi fjórflokksins, bæði innan flokkanna og á milli þeirra, fer fram málamiðlun milli hugmynda og hagsmuna. Enginn fær öllu sínu framgengt, hvort sem um er að ræða hugmyndir eða hagsmuni, enda brýtur einræði í bága við málamiðlanir.

Þjóðin fær reglulega, ekki skemur en á fjögurra ára fresti, tækifæri til að kjósa um hugmyndir og hagsmuni sem stjórnmálaflokkar setja á oddinn. Þetta fyrirkomulag heitir lýðræði og er ekki fullkomið - en það besta sem völ er á.

Fjórflokkurinn er sameiginlegur pólitískur félagsauður þjóðarinnar, sem við ættum að bera virðingu fyrir. Jafnvel þótt okkur líki misjafnlega við einstaka hluta fjórflokksins.


Bloggfærslur 18. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband