RÚV endurvinnur Bylgjuefni

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var endurvinnsla á viðtali í Bylgjunni við formann Framsóknarflokksins. Það er liðin tíð að RÚV bjóði upp á viðtalsþætti sem bragð er af, líklega vegna þess að ríkisútvarp vinstrimanna leggur meira upp úr rétttrúnaði en fréttaefni.

Þegar dagskrárgerðarmenn RÚV sinna öðru en endurvinnslu eru þeir sjálfir í aðalhlutverki vegna ófagmennsku og smekkleysis.

Fréttastofa RÚV er í verulegum vanda sem er svo samgróinn og rótfastur að engin leið er að stofnunin sjálf vinni bug á. Ráðuneytið sem ber ábyrgð á RÚV getur ekki látið stofnunin ganga sjálfala þegar hvert stórslysið rekur annað. 


mbl.is Aldrei upplifað eins mikinn stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósýnileg hönd Birgittu pírata

Birgitta Jónsdóttir er eini atvinnustjórnmálamaður Pírata. Hún er formaður þingflokksins og með setu á alþingi allar götur frá 2009. Píratar eru með þá stefnu að atvinnuþingmennska sé ekki af hinu góða.

Þeir Jón Þór og Helgi Hrafn þingmenn Pírata hlíta báðir stefnu flokksins og hætta á alþingi, Jón Þór raunar áður en kjörtímabilinu lauk. En Birgitta situr keik og ætlar sér kjörtímabilið 2016-2020.

Píratar sem ekki ná framgangi í prófkjöri kæra það til Birgittu. Ósýnileg hönd Birgittu getur breytt bæði yfirlýstri stefnu og prófkjörsniðurstöðu. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Píratar kjósa aftur í NV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV heldur áfram herförinn gegn Sigmundi Davíð

Eyjan er með fyrirsögn á frétt um val á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Fyrirsögn Eyjunnar er ,,Allir þingmenn Framsóknar vilja efsta sætið".

Fyrirsögn Eyjunnar er fagleg og hlutlaus. Eyjan vísar í frétt á RÚV þar sem fyrirsögnin er allt annað en fagleg og hlutlaus: ,,Þrjú bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð".

Til að sjá hlutdrægni RÚV má bera fyrirsögnina saman við frétt mbl.is um baráttuna um efsta sætið í Suðvesturkjördæmi á lista Samfylkingar: ,,Margrét og Árni vilja 1. sæti". Í fyrirsögn mbl.is er ekki tekin afstaða. Árni Páll situr í fyrsta sæti og er fyrrverandi formaður. Fyrirsögn í anda RÚV-herferðar gegn formanni Framsóknarflokksins væri svona; ,,Margrét gegn Árna Páli."

RÚV leggur sig fram um að gera Sigmundi Davíð allt til miska eins og áður er rekið.


Bloggfærslur 4. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband