Bretar sáttir við Brexit - ESB stækkar ekki næstu 4 árin

Bretar tóku ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. ESB-sinnar í Bretlandi, embættismenn í Brussel og ýmsir aðrir, t.d. Obama Bandaríkjaforseti, ráðlögðu Bretum að hafna Brexit.

Breska þjóðin var á öðru máli og samþykkti Brexit. Formlegar viðræður um útgöngu Breta eru ekki hafnar enda gerir Evrópusambandið ekki ráð fyrir að nokkurt ríki yfirgefi félagsskapinn.

Evrópusambandi er með böggum hildar eftir Brexit. Stækkunarstjóri ESB segir að engin ný ríki verði tekin tekin inn fyrr en í fyrsta lagi eftir 2020. En hér á Íslandi ætlar nýr stjórnmálaflokkur, Viðreisn, að taka upp viðræður ESB um aðild. Óskhyggju í stjórnmálum eru engin takmörk sett.


mbl.is Telja Bretland vera á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn býður fram ESB-óheiðarleika

Viðreisn er stjórnmálaflokkur óheiðarlegra ESB-sinna. Í einu orðinu segjast þeir Evrópusinnar en í hinu að þeir vilji aðeins ,,halda áfram að kanna hvort það sé rétt fyr­ir Ísland að ganga í Evr­ópu­sam­bandið," eins og Páll Rafnar Þorsteinsson orðar það í viðtali.

Evrópusambandið býður ekki upp á ,,könnunarviðræður" um aðild, aðeins aðlögunarferli. Evrópusambandið segir skýrt og skorinort að ekki sé hægt að semja um aðlögunarferlið, aðeins sé samið um tímasetningar á yfirtöku umsóknarríkis á laga- og regluverki ESB. Aðlögunarferlið felur í sér eftirfarandi:

Skilyrði og tímasetning á aðlögun, innleiðingu og framkvæmd umsóknsóknarríkis á öllum gildandi reglum ESB (acquis)...sem ekki er hægt að semja um
The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis")...They are not negotiable

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur reyndi að sækja um aðild Íslands að ESB árið 2009. Þrem árum seinna, áramótin 2012/2013, rann umsóknin út í sandinn vegna þess að ESB krafðist aðlögunar Íslands að regluverki ESB. Vinstristjórnin sjálf gafst upp á ferlinu.

Núna býður Viðreisn upp á sama óheiðarleika og Samfylkingin, um að hægt sé að ,,kíkja í pakkann".

Heiðarlegir ESB-sinnar vilja Ísland í Evrópusambandið og færa fyrir því rök. Óheiðarlegir ESB-sinnar segjast vilja ,,kanna hvort það sé rétt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið." Hægt er að ræða við heiðarlega ESB-sinna, en þá óðheiðarlegu verður að afhjúpa.


mbl.is Vantaði alltaf samastað í pólitíkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband