Ríkið styrkir ójafnrétti í boði fjölmiðla

Fjölmiðlar stunda kerfisbundið kynjamisrétti, segir í einni aðalfrétt dagsins. Aukafrétt dagsins, þessi sem er hér viðtengd, segir að ríkið verði að grípa til ráðstafna að styrkja einmitt þessa sömu fjölmiðla.

Ríkið ætti fremur að hætta öllum stuðningi við fjölmiðla og láta karla og konur um að sinna fjölmiðlun eftir efnum og ástæðum.

Varla getur það verið hlutverk ríkisins að stuðla að kynjamisrétti. Kannski er lærdómurinn einfaldlega sá að ríkisafskipti af frjálsum athöfnum einstaklinga, karla og kvenna, gerir ekki annað en að stuðla að misrétti.


mbl.is Vill bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faglegt sjálfsmorð fjölmiðla er séríslenska

Í Guardian er greining á áhrifum samfélagsmiðla á fjölmiðla sem stunda blaðamennsku. Feisbúkk er skæðasti óvinur fjölmiðla og blaðamennsku, segir þar.

Samfélagsmiðlar hirða auglýsingatekjur af blaðamennskumiðlum og verða jafnt og þétt veigameiri uppspretta frétta, er fullyrt í greininni.

Greining Guardian á ekki við Ísland. Hér verða fjölmiðlar, sem gefa sig út fyrir blaðamennsku, æ líkari samfélagsmiðlum að gæðum og efnistökum. Faglegt sjálfsmorð hérlendra fjölmiðla tekur ómakið af samfélagsmiðlum.


Orð Birgittu eru lög Pírata

Þá er það staðfest. Stefna Pírata er það sem Birgittu Jónsdóttur dettur í hug hverju sinni.

Þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, tel­ur að Birgitta hafi verið mis­skil­in. Vegna þess hversu „stór fíg­úra“ Birgitta væri í röðum Pír­öt­um kunni fólk að hafa tekið því þannig að það sem hún segði væru lög.

Ef Birgittu líst illa á framboðslista Pírata er efnt til nýs prófkjörs, þar sem Birgitta og nánustu félagar hennar fá leyfi til að smala - en öðrum er það bannað. Orð Birgittu eru lög. Eins og sumir trúarleiðtogar talar Birgitta tungum. Því þarf sálfræðing að túlka orð hennar.


mbl.is Deilt um völd og pólitíska fortíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband