Eftir Brexit er EES-samningurinn dauðadæmdur

Bretar fara úr Evrópusambandinu og ætla sér ekki að ganga inn í EES-samninginn, sem Ísland, Noregur og Lichtenstein halda uppi. Þar með er EES-samningurinn dauðadæmdur.

Evrópusambandið er þegar með tvíhliða samninga við Sviss um fjölmörg mál. Enginn veit hvernig viðskilnaður Bretlands verður við Evrópusambandið, þótt það eitt sé vitað núna að Bretar ætla sér ekki inn í EES-samninginn. Það þýðir að nýir samningar/samningur verður gerður við Bretland.

Evrópusambandið mun ekki standa fyrir einu samningasetti fyrir Sviss, öðru fyrir Bretland en jafnframt reka áfram EES-samninginn - sem upphaflega var biðsamningur fyrir verðandi aðildarríki Evrópusambandsins.

Bretland eitt og sér er miklu stærra en smáríkjasambandið Noregur-Ísland-Lichtenstein. EES-samningurinn verður aðeins handþurrka fyrir embættisverkið í Brussel, sem mun einbeita sér að halda jafnvæginu í samskiptum við Bretland.

Stjórnvöld eiga að undirbúa afnám EES-samningsins. Á meðan viðræður við Bretland um útgönguskilmála og nýjan samning standa yfir nýtur EES-samningurinn diplómatískrar friðhelgi - en líkið verður afhjúpað um leið og Bretar semja við Evrópusambandið.

Við getum róleg lagt á hilluna alla umræðu um breytingar á stjórnarskránni vegna EES-samningsins.


mbl.is Verður ekki lengra komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimalærdómur er ekki leiðindi - heldur þroski

Heimalærdómur er til að ná betri tökum á námsefni. Nemendur eru misfljótir að tileinka sér námsefni og myndu alls ekki ná tökum á því án heimnáms. Sumir nemendur nota skólann til að stunda félagsskap og vinna heima í staðinn. Aðrir nemendur vinna sér í haginn á skólatíma.

Þótt einhverjir foreldrar sjái ekki tilgang með heimalærdómi eða finnist hann leiðinlegur er nokkuð djarft að hefja uppreisn gegn námsháttum sem þróast hafa í áratugi og gefist vel.

Hvað er skemmtilegra en að læra einhljóð og tvíhljóð sérhljóða með barninu sínu á kvöldin? Eða rifja upp an-regluna? Að ekki sé talað um Íslandssöguna eða náttúrufræði.

 


mbl.is Ákvað að sleppa heimalærdóminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín og Össur leita að bakdyrum ESB fyrir Ísland

Samfylkingu og Vinstri grænum tókst ekki, hvorki með vélráðum né þvingunum, að troða Íslandi inn í Evrópusambandið á síðasta kjörtímabili. Talsmenn flokkanna, Katrín Jakobsdóttir formaður Vg og Össur Skarphéðinsson skuggaleiðtogi Samfylkingar, eru með samræmdan málflutning á alþingi um að breyta stjórnarskránni til að heimila valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana (les Evrópusambandið).

Össur beitir gamalkunnum rökum ESB-sinna að valdaframsalið sé nú þegar orðið of mikið, vegna EES og Schengen, til að það rúmis innan núgildandi stjórnarskrár. Katrín er lúmskari og talar um að fara að fordæmi Norðmanna.

Bæði eru þau á villigötum. Öll umræða í Evrópu, eftir Brexit, er að færa vald frá miðstýringarvaldinu í Brussel heim til aðildarríkjanna. Ungverjar greiða þjóðaratkvæði um að takmarka rétt ESB til íhlutunar í innanríkismál sín. Skotar eru ekki með nein áform um að leita inngöngu í ESB eftir Brexit. Norðmenn eru stöðugir í andstöðu við ESB-aðild.

Katrín og Össur ættu fremur að játa mistökin með ESB-umsókninni fremur en að læðupokast við bakdyr ESB með tillögur um að útvatna stjórnarskrá lýðveldisins.


mbl.is Vill ákvæði um valdaframsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband