Sirkus Guðna smart og latir blaðamenn

Guðni Ágústsson, formaður á niðurlægingarskeiði Framsóknarflokksins, vill fá Sigurð Inga sem formann í stað Sigmundar Davíðs. Guðni stendur fyrir samþykktum fámennra félaga Framsóknarflokksins sem skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér.

Blaðamenn, sem taka við áskorunum Guðna, nenna ekki að fletta upp á félagaskrám Framsóknarflokksins, sem þó liggja fyrir á netinu, til að setja hlutina í samhengi.

Í NV-kjördæmi eru á þriðja tug félagsdeilda Framsóknarflokksins. Þegar smáfélag í Austur-Húnavatnssýslu gerir Guðna greiða þykir það frétt. Blaðamenn ættu annað tveggja að afþakka hlutdeild í sirkus Guðna smart eða setja hlutina í samhengi og upplýsa lesendur. Blaðamennska á ekki að blekkja heldur fræða.


mbl.is Skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn: lykilflokkur eða jaðarflokkur?

Sigmundur Davíð varð formaður Framsóknarflokksins 2009 og gerði hann að lykilflokki íslenskra stjórnmála. Árin þar á undan var flokkurinn í upplausn, bæði stefnulaus, forystulaus og spilltur.

Framsóknarmenn, bæði í Norðausturkjördæmi um helgina og á landinu öllu í byrjun október, standa frammi fyrir vali á forystu.

Með Sigmund Davíð í brúnni getur Framsóknarflokkurinn áfram verið lykilflokkur í stjórnmálum. Án Sigmundar Davíðs er framtíð flokksins óræð en allar líkur eru að nýr formaður hrekist á jaðar stjórnmálanna með flokkinn. Formenn stjórnmálaflokka ráða verulegu um framgang þeirra. Spyrjið bara samfylkingarfólk.


mbl.is 370 kjósa um framtíð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búvörusjokkið og ESB-höggið - ákallið til Guðna

Vinstrimenn og Píratar biðu sinn stærsta ósigur síðan ESB-umsóknin féll þegar búvörulögin voru samþykkt á alþingi í vikunni. Gunnar Bragi landbúnaðarráðherra afhjúpaði samhengið milli ESB-sinna og andstæðinga landsbyggðarinnar í RÚV-frétt í gær: 

Þeir talsmenn verslunar sem að æpa yfir þessu öllu saman og þykjast vera að vinna fyrir neytendur eru vitanlega ekki að því. Þetta er kannski sama fólkið og vill fara með Ísland inn í Evrópusambandið þar sem þessir styrkir eru með sama hætti í rauninni. Það er svolítið illskiljanlegt hvað menn eru að meina með þessu.

Bandalag vinstrimanna og auðhringsins Haga gegn almannahagsmunum birtist í öllu sínu veldi í afstöðunni til búvörulaganna. Niðurlægjandi tapið í umræðunni fær Atla Þór Fanndal til að skrifa um eymdarhyggju vinstrimanna.

Í umræðunni um búvörulögin eru öll einkenni vinstristjórnmála síðustu ára: yfirgengilegar yfirlýsingar, t.d. um dýraníð, ásamt tölfræðiruglanda og algjöru úrræðaleysi er kryddað með múgsefjun.

Eina ráð Pírata og vinstrimanna er að ákalla Guðna forseta til að hafna staðfestingu búvörulaganna. Vinstrimenn telja sig eiga hauk í horni í Bessastaðabónda og heimta fylgisspekt hans við úrræðaleysið.

Samantekið: vinstrimenn og Píratar kunna ekki stjórnmál, aðeins að öskra á Austurvelli.


mbl.is Fylgi Pírata og VG dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband