Sigurður Ingi fer með rangt mál

Í hádegisfréttum RÚV, auðvitað, segir Sigurður Ingi að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi ákveðið í apríl að lýsa vantrausti á Sigmund Davíð formann og forsætisráðherra. Þetta er rangt.

Vigdís Hauksdóttir er hluti af þingflokknum og ekki kannast hún við að neitt slíkt hafi verið rætt á vettvangi þingflokksins.

En auðvitað svíkur Sigurður Ingi ekki nokkurn mann. Nema kannski sjálfan sig.


mbl.is Brigsl, svik og óheiðarleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur og lífeyrissjóðir eignist banka, einn fyrst

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins stillti upp almannavæðingu bankanna á móti hugmyndum vinstriflokkanna að samfélagsvæða bankakerfið. Málamiðlun þarna á milli er æskileg.

Vandinn við að almannavæða banka þannig að hver Íslendingur fái út á kennitölu sína hlut í banka er að áhættufíklar úr röðum fjármálamanna bjóðist til kaupa hlut almennings á yfirverði, líkt og Útvegsbankann forðum. Áhættufíklar mega ekki komast í bankana.

Leiðin til að komast hjá áhættufíklum er að lífeyrissjóðir kaupi þriðjungshlut og verði þannig kjölfestufjárfestar en tveir þriðju hlutafjár fari til almennings. Ef einn banki er seldur með þessum hætti í fyrstu umferð er tveir enn hjá ríkinu.

Málamiðlunin gæti falið í sér að ein banki, Landsbankinn, verði um ókomna framtíð í höndum ríkisins en tveir bankar seldir, banki nr. 2 ekki fyrr en reynslan sýni að sá fyrsti sé í öruggum höndum. Það tekur 10 til 15 ár að fá slíka reynslu.

Lífeyrissjóðirnir eru vitanlega ekki óskeikulir. En þeir eru ekki áhættufíklar þar sem þeirra hlutverk er að ávaxta lífeyri almennings.


mbl.is Önnur framboð í frúnni í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt og brennda Evrópa

Evrópa er í forystukreppu, segir forseti frjálslyndra á Evrópuþinginu, Guy Verhofstadt. Evrópa er að brotna upp eins og Júgóslavía, stendur í Politico. Endalok Stór-Evrópu eru á næsta leiti skrifar Ana Palacio, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar.

Hér heima er það að frétta að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á sér draum að koma Íslandi inn í Evrópusambandið á grunni ESB-umsóknar Samfylkingar frá 2009 sem var lögð til hliðar áramótin 2012/2013.

Vonandi verður draumur Benedikts ekki að martröð Íslands.


mbl.is Loforð er loforð – og loforðið var svikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband