Rangt mat Guðna og léleg flétta

Guðni Ágústsson leggur rangt mat á stöðu mála með því að leggja til að Sigmundur Davíð víki ,,vegna óþægilegrar umræðu." Flóttamenn í pólitískri umræðu eru sjaldnast til stórræðanna.

Guðni tekur sér stöðu skuggastjórnanda Framsóknarflokksins með því að tefla fram fyrrum aðstoðarmanni sínum í formannsframboð. Aðstoðarmaðurinn segist aðeins fara í framboð til að veikja Sigmund Davíð, svo að Sigurður Ingi fái formennskuna.

Sigurður Ingi er góður maður en Sigmundur Davíð er yfirburðamaður. Gangi skuggastjórnun Guðna fram er búið í haginn fyrir Framsóknarflokkinn sem áhrifalausan jaðarflokk. Guðni ætti að hætta þessu brölti áður en frekari vandræði hljótast af - líkt og hann hætti við framboð sitt til borgarstjórnar Reykjavíkur á sínum tíma.


mbl.is Sigmundur Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú hlýtur höfundur, líkt og hann fékk múlbundið starfsfólk RÚV, að leggja það til við stjórnarformann lífeyrisstjóðs Guðna að fá Guðna múlbundinn líka,banna honum að tala við blaðamenn. Enda greinilega kominn í vinnu hjá RÚV......

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.9.2016 kl. 07:48

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er fullyrt að Sigmundur sé yfirburðamaður. Það er þá nærtækast að fara yfir námsferill hans þó formlegt nám gefi ekki alltaf fulla mynd af röskleika manna, þá er það það fyrsta sem er skoðað. Námsferill Sigmundar er hægt að skoða á vef Alþingis:

Stúdentspróf MR 1995. BS-próf frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2005 auk hlutanáms í fjölmiðlafræði. Skiptinám við Plekhanov-háskóla í Moskvu. Nám við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu. Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála.

Hér er ekki getið hvaða prófgráðu er lokið, en viðfem yfirferð og notagóð vissulega, en hvorki master né doktor. Ekki hefur þröngur fjárhagur sett náminu skorður væntanlega, en oftast hefur það verið námsmönnum erlendis mikið kapp að ljúka sínu námi með prófgráðu, í því fólst fjárfestingin og möguleikinn til ávinnings í starfi.

Eftirgjafir við kröfuhafa sýna ekki mikla yfirburði Sigmundar á þeim vettvangi. Þó verður ekki af Sigmundi skafið að hann hefur þokað málum áfram til ávinnings fyrir þjóðina. Þá er spurningin hvort það sé meira en aðrir menn hefðu gert í hans sporum?

Guðni Ágústsson hefur staðið af sér mörg kjaftshögg og pústra, um það ber bók hans Guðni af lífi og sál eftir Sigmund Erni vitni. Guðni stendur teinréttur og hefur aldrei verið flóttamaður í pólitík. Hann er spaðakóngurinn í Framsókn, en laufagosinn á þorrablótum og í réttum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.9.2016 kl. 09:16

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Páll ég er 100% sammála þér þarna ef Framsóknarflokkurinn stendur ekki sem einn maður að baki Sigmundi, Þá geta þeir bara pakkað saman og hætt. Ég gef ekki fimmkall fyrir aðra í forystu fyrir flokkinn. Ég spái flokknum öðru hvorum megin við 5% fylgi ef Sigmundur verður sleginn af.

Steindór Sigurðsson, 13.9.2016 kl. 13:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þorsteinn, allir geta bjargað sér á flótta með því að slafra utan í ofstopagengið,en sá er ekki háttur Sigmundar Davíðs. Hann ætlar að klára að bjarga Íslandi frá ESB ,það þarf engan Framsóknarflokk til þess. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2016 kl. 14:18

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna eru Björn Ingi Hrafnsson og Guðni Ágústsson að stjórna á bak við tjöldin hjá Framsókn ásamt öðrum ókjörnum stjóramafíunnar klíku? Með eintómu ólýðræðislegu baktjaldavaldi sem enginn kaus?

Hvað vinnur Björn Ingi Hrafnsson við, sem hann auðgast svona mikið á? Hann getur keypt í fjölmiðlum eins og hann sé með peninga-gras-tré heima í stofu eða bakgarðinum?

Björn Ingi er t.d. partur af hæstaréttarlögmannsins DV-áróðurbullinu, sem ekki verður flokkað sem marktækt og óháð dagblað, vegna óhæfs lögmanns með stóran eignarhlut í því DV-bulli. Svo var hann orðaður við Pressuna nýlega, ef ég man rétt?

Það hlýtur að þurfa að skoða grasa-bakgarðs-hagnað Björns Inga Hrafnssonar, og rannsaka hvers vegna mál Hlínar og Malínar var fellt niður af saksóknara-Hæstaréttar-lögmannaklíkunni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2016 kl. 20:11

6 Smámynd: Anonymous

Vei þér Guðni Ágústsson, þú tekur stöðu með fréttamanna mannvitsbrekkunum sem reyna að koma höggi á Sigmund Davíð, þú ert stór og mikill Guðni, kannski stærri en Framsóknarflokkurinn.

Anonymous, 17.9.2016 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband