Össur og uppskriftin að ónýtum flokki

Yfirplottari Samfylkingar og meginhöfundur að hruni flokksins, Össur Skarphéðinsson, spáir því að Sigmundur Davíð boli Sigurði Inga út sem forsætisráðherra þrem vikum fyrir þingkosningar. Það myndi leiða til slita ríkisstjórnarsamstarfsins kortéri fyrir kosningar.

Össur kann uppskriftina að ónýtum flokk, um það vitnar staða Samfylkingar. En að hann trúi því virkilega að nokkrum utan Samfylkingar detti í hug að fylgja uppskriftinni bendir ekki til að sá síkáti sé vel jarðtengdur.

Helsta sigurvon Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að flokkarnir gangi samstíga til kosninga. Össur óskar sér að trylltir valdadraumar eyðileggi stjórnarflokkana.

 


Bjarni foringi

Eitt einkenni foringja er að þeir höggva á hnútinn, taka af skarið þegar óvissa er uppi. Með því að umræður urðu um slæma útkomu kvenna í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi skapaðist óvissa um kjörþokka framboðslistans.

Óvissan jókst þegar klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn, ákvað að tefla fram fyrrum varaformanni móðurflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í fyrsta sæti.

Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að við svo búið mætti  ekki standa og fékk listanum breytt í kjördæmisráði í þágu sterkara kynsins án þess að nokkur segði múkk. Það er annað einkenni foringja.


mbl.is Bryndís færð upp í annað sæti í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband