Er RÚV stærra en Framsóknarflokkurinn?

Átta blaðamenn Guardian unnu með sömu skjöl og RÚV, þau sem kennd eru við Panama. Blaðamenn Guardian, sem er virt dagblað, komust að þessari niðurstöðu í ítarlegri umfjöllun:

Guardian hefur ekki sé neinar sannanir fyrir skattaundanskotum, undabrögðum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

Niðurstaða Guardian er skýr og ótvíræð. RÚV og undirverktakinn Reykjavik Media voru með sömu upplýsingar og Guardian en hönnuðu fréttaflutninginn þannig að Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug komu út eins og stórglæpamenn.

Núna þegar Sigurður Ingi ætlar að bjóða sig fram gegn formanni Framsóknarflokksins undir þeim formerkjum að ,,enginn er stærri en flokkurinn" þarf hann að svara eftirfarandi spurningu: Er RÚV stærra en Framsóknarflokkurinn?


mbl.is Enginn maður er stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust kemur með trúnaði

Traust er af skornum skammti í pólitík og aldrei minni en árin eftir hrun. Heilir stjórnmálaflokkar, Píratar, ná afbragðsárangri í í skoðanakönnum með því að gera út á vantraust.

Til að byggja upp traust þarf trúnað. Sá trúnaður sem mestu skiptir fyrir stjórnmálaflokk er að forysta flokksins vinni samhent að sameiginlegum markmiðum.

Sigurður Ingi býður sig fram gegn sitjandi formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð, vegna þess að formaðurinn verður fyrir ómaklegum árásum frá einum fjölmiðli sérstaklega, RÚV.

Þegar Sigurður Ingi segir Sigmund Davíð ekki hafa ,,endurreist traust" á hann við að RÚV heldur áfram árásum á formanninn. Traust eykst ekki með því að menn leggist á árarnar með þeim sem ala á vantrausti. Traust byrjar með trúnaði.

Sigurður Ingi nefnir engin málefnaleg rök fyrir formannsframboði sínu. Framboð Sigurðar Inga elur á vantrausti, sem myndi aukast stórkostlega ef svo slysalega vildi til að hann hefði árangur sem erfiði. Í hjarta sínu veit Sigurður Ingi að hann er leiksoppur. Þess vegna segist hann ætla að fylkja sér að baki þeim formanni Framsóknarflokksins sem verður kjörinn næstu helgi. Sem hlýtur að vera Sigmundur Davíð.

 


mbl.is Náði ekki að endurreisa traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkar í fokki - lýðræði og óreiða

Jafn ólíkir flokkar og Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Píratar lenda allir ógöngum vegna lýðræðislegra prófkjara. Samfylkingin logar stafnanna á milli, konur yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og Píratar endurtaka prófkjör sem skilar rangri niðurstöðu að mati forystunnar.

Flokkar sem stunda handval á lista, Viðreisn, eða ganga skammt í lýðræði við val á frambjóðendum, Vinstri grænir, sleppa við lýðræðisraunir hinna.

Lýðræði er aðferð til að útkljá val á milli kosta, hvort heldur það eru einstaklingar á framboðslista eða pólitískrar stefnu í þingkosningum. En til að aðferðin virki þarf almennt samkomulag um að nota hana annars vegar og hins vegar að allir viðkomandi hlíti niðurstöðunni sem lýðræðið gefur.

Eftir hrunið veiktust undirstöður lýðræðisins. Samkomulagið um hvenær og hvernig ætti að nota lýðræðið rofnaði, það sést til dæmis í umræðunni um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þegar samkomulagið um aðferðina var fyrir bí þótti sjálfsagt að hafna niðurstöðum lýðræðisins. Málþóf á alþingi var talið eðlilegt til hindra framgang lýðræðisins. Fjöldamótmæli á Austurvelli voru einnig þessu marki brennd.

Lýðræði án samkomulags um hvernig því skuli háttað leiðir til óreiðu. Tilraunir til að auka lýðræðið við þessar kringumstæður mun einungis valda meiri óreiðu. Að lokum mun óreiðan ráða ferðinni en lýðræðið verða að minningu.

 


mbl.is Varaformaðurinn segir líka skilið við flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband