Fjölmiðlun án risafjölmiðla - losnum við 365 og RÚV

Samfélagsmiðlar og blogg eru vettvangur frétta og umræðu um fréttir, og í þeim skilningi blómstrandi fjölmiðlar, á meðan fjölmiðlafyrirtæki eru bæði í vanda með rekstur og faglega stefnu.

Verið er að búta í sundur stærstu fjölmiðlasamteypu landsins, 365-miðla. RÚV er fjárhagsleg og fagleg ruslahrúga sem eyðir almannafé í að skapa stjórnarkreppu og þjóna pólitískri dagskrá starfsmanna sinna.

Fjölmiðlarisar eins og 365-miðlar og RÚV eru úrelt fyrirbrigði og eiga hvorki heima á markaðstorgi hugmyndanna né í viðskiptum. Þegar risarnir eru fallnir vex upp lággróðurinn sem stendur í skugganum. Fjölmiðlun sýnir aukna grósku og lýðræðið verður þróttmeira.


mbl.is „Veikir fjölmiðlar eru veikt lýðræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar stunda persónunjósnir

Andríki afhjúpar Pírata sem persónunjósnara í pistli í dag. Andríki vitnar í nafngreindar heimildir úr röðum Pírata sem viðurkenna að atkvæði greidd í prófkjöri eru rekjanleg.

Með öðrum orðum: Píratar njósna um fólk sem í góðri trú greiðir atkvæði í leynilegum kosningum.

Leynilegar kosningar eru eitt megineinkenni lýðræðislegra stjórnarhátta. Píratar kolfalla á lýðræðisprófinu.


Viðreisn er uppreisn efnafólksins

Með Þorgerði Katrínu skýrist myndin af Viðreisn. Hún var ráðherra sem átti eiginmann í forystusveit Kaupþings. Meðframbjóðendur Þorgerðar Katrínar eru talsmaður atvinnurekenda síðustu ár, Þorsteinn Víglundsson; annar er sonur fyrrum ráðherra og stjórnarformanns MP-banka og heitir Páll Rafnar.

Formaður Viðreisnar er Benedikt Jóhannesson, kominn af efnafólki og til langs tíma stjórnarmaður í stórum fyrirtækjum. Helsta baráttumál Viðreisnar, aðild að Evrópusambandinu, er dæmigert hagsmunamál fyrir tekjuhópa í hærri kantinum.

Sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn, með slagorðið stétt með stétt, of mikill jafnaðarflokkur fyrir viðreisnarfólkið.


mbl.is Leiðir Þorgerður Katrín lista Viðreisnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldahreyfing vina og vandamanna

Birgitta Jónsdóttir fékk heil 160 atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hafði þar betur en allir aðrir.

Haldi velgengni Pírata áfram í skoðanakönnunum, en flokkurinn mælist sá stærsti í landinu lengi vel á kjörtímabilinu, mun Birgitta Jónsdóttir fá heimboð á Bessastaði til að taka með sér umboð til stjórnarmyndunar í lýðveldinu.

Það má drýgja 160 atkvæði.

 


mbl.is Oddviti Pírata fékk 15,5% í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband