Bjarni Ben í 5 sætið?

Sjálfstæðismenn ræða sín á milli hvort formaður flokksins eigi að rétta hlut kvenna í prófkjörinu í SV-kjördæmi og gefa eftir fyrsta sætið en setjast í það fimmta, sem er baráttusæti.

Prófkjörið er ekki bindandi enda innan við 50% þátttaka. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 5 sætið í prófkjörinu.

Nokkur umræða er í flokknum eftir prófkjörið um hlut kvenna. Bjarni Ben. sagði sjálfur á prófkjörskvöldi að æskilegt væri bæta hlut kvenna í efstu sætum.

Foringinn skapar fordæmi.


Guðni er ekki stærri en Framsóknarflokkurinn

Tilraun Guðna Ágústsonar til skuggastjórnunar á Framsókn afhjúpar tvennt:

a. Guðni telur sjálfan sig stærri en Framsóknarflokkinn.

b. Sigurður Ingi er leiksoppur Guðna - ef hann tekur beituna og býður sig fram.

Guðni Ágústsson sér sjálfan sig sem ,,kingmaker" í Framsóknarflokknum en kemur fram sem tilræðismaður. Nokkur munur er á þessu tvennu.


mbl.is Gagnrýna ummæli Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt mat Guðna og léleg flétta

Guðni Ágústsson leggur rangt mat á stöðu mála með því að leggja til að Sigmundur Davíð víki ,,vegna óþægilegrar umræðu." Flóttamenn í pólitískri umræðu eru sjaldnast til stórræðanna.

Guðni tekur sér stöðu skuggastjórnanda Framsóknarflokksins með því að tefla fram fyrrum aðstoðarmanni sínum í formannsframboð. Aðstoðarmaðurinn segist aðeins fara í framboð til að veikja Sigmund Davíð, svo að Sigurður Ingi fái formennskuna.

Sigurður Ingi er góður maður en Sigmundur Davíð er yfirburðamaður. Gangi skuggastjórnun Guðna fram er búið í haginn fyrir Framsóknarflokkinn sem áhrifalausan jaðarflokk. Guðni ætti að hætta þessu brölti áður en frekari vandræði hljótast af - líkt og hann hætti við framboð sitt til borgarstjórnar Reykjavíkur á sínum tíma.


mbl.is Sigmundur Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband