7 ára andstaða þjóðarinnar við ESB-aðild

Meirihluti þjóðarinnar er samfleytt í sjö ár andvígur aðild að Evrópusambandinu. Á þeim tíma var umsókn engu að síður send til ESB, þ.e. umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009, en hún strandaði áramótin 2012/2013 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á aðlögunarferlinu.

Tvö einkenni ESB-sinna hér á landi eru áberandi. Í fyrsta lagi hve lélegir þeir eru að taka til máls í umræðunni um stöðu og þróun Evrópumála og alþjóðamála almennt. Í öðru lagi hve tækifærismennska er þeim töm. Við eigum alltaf að græða á aðild og til þess þarf að ,,kíkja í pakkann."

Ístöðuleysi og tækifærismennska ESB-sinna endurspeglast í þeirri niðurstöðu að aðeins rúm tíu prósent aðspurðra er mjög hlynntur aðild á meðan yfir 30 prósent eru mjög andvígir aðild. 


mbl.is Meirihlutinn vill sem fyrr ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð mættur, fylgið upp

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins tók þátt í fyrstu umræðu leiðtoga stjórnmálaflokka vegna þingkosninga í sjónvarpssal í síðustu viku. Og það er eins við manninn mælt, fylgi flokksins sígur upp á við.

Dagana á undan sjónvarpsumræðum var Sigmundur Davíð í fréttum þegar hann hlaut glæsilega kosningu í sínu kjördæmi og staðfestingu á hlutverki sínu sem óskoraður foringi flokksins.

Kjósendur vilja Sigmund Davíð.


mbl.is Fylgi við Framsókn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin í framboði Sigurðar Inga

Rökin fyrir framboði Sigurðar Inga til formennsku í Framsóknarflokknum eru þau helst að sitjandi formaður, Sigmundur Davíð, standi höllum fæti í fjölmiðlaumræðunni. Þessi rök eru klædd í ólíkan búning, eftir því hver á í hlut. Samþingmaður Sigurðar Inga úr Suðurkjördæmi sagði til dæmis að þingflokknum ,,liði illa" vegna árása fjölmiðla (les RÚV) á Sigmund Davíð.

Ef rökin fyrir framboði Sigurðar Inga héldu ætti Framsóknarflokkurinn að standa betur í fjölmiðlaumræðunni með hann í brúnni.

Engar líkur eru á því að það gangi eftir. Pólitísk umræða gengur út á tvennt: hugmyndir og hagsmuni og samhengið þar á milli. Ef flokkur ber fram hugmyndir án tengsla við hagsmuni verður úr froða, samanber Pírata. Ef hagsmunir einir eru í fyrirrúmi nær umræðan engu flugi, samanber dæmigerðan landsbyggðaþingmann sem talar fyrir kjördæmið sitt.

Sigmundur Davíð sameinar í pólitík sinni hugmyndir og hagsmuni. Hann bjó til slíka pólitík í tengslum við Icesave-máli og aftur í umræðunni um skuldaleiðréttingu heimilanna. Og Framsóknarflokkurinn fékk 25 prósent kjörfylgi.

Andstæðingar Framsóknarflokksins vilja nær allir að Sigurður Ingi verði formaður Framsóknarflokksins. Að upplagi og eðli er Sigurður Ingi dæmigerður landsbyggðarþingmaður, sem treysta má að tali um alvörumál sem engu flugi ná í pólitískri umræðu. Búvörulögin eru dæmi um slíkt alvörumál. Stuðningur við þau mælist lítill og maður eins og Sigurður Ingi mun engu breyta þar um. Sigmundur Davíð getur á hinn bóginn flutt orðræðu sem tengir búvörulögin við stærra pólitískt samhengi. Þetta vita andstæðingar Framsóknarflokksins og því vilja þeir Sigmund Davíð feigan.

Andúð á Framsóknarflokknum er inngróin í margar vinstrikreðsur. Stundum kemur þessi andúð upp á yfirborðið í tærri mynd, eins og þegar fréttamaður RÚV uppnefndi Sigurð Inga ,,þann feita."

Ef framsóknarmenn gera andstæðingum sínum þann greiða að kjósa Sigurð Inga sem formann gera þeir flokkinn að hornkerlingu stjórnmálanna.


mbl.is Spenna í Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband