RÚV á að biðja Sigmund Davíð afsökunar

RÚV hannaði fréttir til að knésetja Sigmund Davíð sem stjórnmálamann. RÚV krefst þess að Sigmundur Davíð sanni sakleysi sitt en leggur ekki fram gögn sem sýna meinta sekt hans.

Aðför RÚV að Sigmundi Davíð er þráhyggja. Í kvöld var frétt á RÚV, skrifuð af manni sem áður vann hjá undirverktakanum Reykjavík Media. Fréttin er um Bahama-skjöl, sem eru önnur en svokölluð Panamaskjöl, og taka m.a. til Kros fyrrum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. Í lok fréttarinnar segir RÚV:

Þetta eru að efninu til sömu skýringar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gaf í viðtali og í yfirlýsingum um félagið Wintris Inc.

Niðurlagið er óþverralegur áburður á Sigmund Davíð þar sem honum er án raka slengt saman við mál sem tengist honum nákvæmlega ekki neitt. Efstaleiti þarf á sálfræðingi að halda.

 


mbl.is Getur ekki beðist afsökunar á árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvóti er ekki frjálslyndi

Kynjakvóti er valdboð um hlutföll kynja á framboðslista. Valdboð getur ekki verið merki um frjálslyndi, eins og þrjár sjálfstæðiskonur segja á fésbók.

Og að lýðræðislegar kosningar séu merki um íhaldssemi er enn langsóttara.

En það hentar Viðreisn ágætlega að fá vottorð frá sjálfstæðiskonum að handval Benedikts formanns á framboðslista sé merki um frjálslyndi.

 


mbl.is Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV klumsa: Vigdísarhatur eða ESB-ást fyrsta frétt?

RÚV varð klumsa í hádeginu, vissi ekki hvort hatrið á Vigdísi Hauksdóttur ætti að vera fyrsta frétt hádegisins eða ESB-ást fréttastofunnar.

Niðurstaðan varð málamiðlun. Í ,,helsti" fréttastofunnar, þ.e. þegar fréttalesari les fyrirsagnir frétta í upphafi, var ESB-ástin yfirsterkari. Ómerkileg frétt um upphlaup Össurar á alþingi var fyrst í ,,helstinu".

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var samt sem áður um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur, en hún var önnur í ,,helstinu". RÚV endurvann garg stjórnarandstöðunnar á alþingi um að skýrslan ætti að heita samantekt.

Í þrjár mínútur tæpar röflaði fréttamaður RÚV í aðalfréttatíma dagsins um hvort skýrsla væri skýrsla eða samantekt. Ekki kom aukatekið orð um innihald skýrslunnar/samantektarinnar.

Aumkunarvert.

 


Vímulaus æska - verum stolt

Samstillt átak foreldra, skóla og stjórnvalda gerir íslenska unglinga að alþjóðlegri fyrirmynd fyrir þær sakir að áfengisneysla þeirra er lítil.

Við ættum að fyllast stolti af þessum árangri.

Og ekki undir neinum kringumstæðum tefla árangrinum í hættu í þágu verslunarhagsmuna sem vilja áfengi í matvörubúðir.

 


mbl.is Íslensk ungmenni til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búvörulögin og vinstribloggherinn

Vinstribloggherinn reyndi að efna til uppþots vegna  búvörulaganna. Aðgerðin var með sama svipmóti og önnur sambærileg uppþot. Afmarkað mál var tekið fyrir, það skrumskælt og ýkt. Sagt var að búvörulögin jafngiltu nokkrum Icesave-samningum og þau væru samsæri gegn neytendum. Til að krydda málið enn frekar voru á lofti ásakanir um dýraníð.

Öflugasti flokkur vinstrimanna, Píratar, fékk á sig holskeflu gagnrýni fyrir hjásetu í málinu. Aumasti flokkur, vinstrimanna,Samfylkin, notaði tækifærið að koma sér á framfæri og krafðist uppstokkunar á landbúnaðarkerfinu. Sérkennilegt bandalag auðhrings og vinstrimanna varð til í hita leiksins þar sem krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu var fylgt eftir með undirskriftarsöfnun á netinu. Allt var til reiðu að efna til útifundar á Austurvelli.

En svo dagaði stóra-búvörumálið uppi. Bloggher vinstrimann tókst ekki að fylgja eftir hávaðanum, þrátt fyrir aðstoð RÚV og annarra fjölmiðla.

Og nú skrifar forsetinn undir búvörulögin. En vinstribloggherinn bíður eftir næsta tækifæri að taka æðiskast og efna til nýrrar atlögu.


mbl.is Forsetinn hefur staðfest búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband