Frjálsi dópistinn og samfélagið

Áfengi er þannig vara, er sagt, að ef hún væri fundin upp núna yrði óðara sett á áfengisbann. En ein af staðreyndum lífsins er að áfengi hefur fylgt manninum að minnsta kosti jafn lengi og hann hefur haft fasta búsetu, líklega lengur.

Önnur efni, s.s. kannabis, eru ekki með sama þegnrétt og áfengi í menningunni. Þau eru ólögleg.

Fíkn, í merkingunni óhófleg neysla og nær ósjálfráð löngun í óhollustu, er manninum eðlislæg. Það gildir m.a. um mat, tölvuleiki, tóbaksnotkun og áfengi.  

Maðurinn hefur frelsi til að vinna sjálfum sér mein með óhollustu, er viðkvæði frjálshyggjumanna, sem vilja lögleiða fíkniefni sem nú eru ólögleg. Sömu rök eru gjarnan notuð um lögleiðingu vændis. Ef framboðið er af fúsum og frjálsum vilja og eftirspurnin einnig hvers vegna er athæfið ólöglegt?

Engum er vísað frá heilbrigðisstofnun sem kemur þangað vegna fíknar, sama hvers eðlis fíkin er. Samfélagið rekur heilbrigðiskerfið. Við erum ekki spurð sem skattborgarar hvort við viljum greiða læknum og heilbrigðisstarfsfólki laun til að lækna mein sem frjálsir einstaklingar hafa unnið á sjálfum sér. Hvort heldur sá frjálsi dópaði sig eða reyndi misheppnað sjálfsvíg. Ekkert frelsi þar. Almenningur borgar brúsann þegar frelsið er misnotað.

Við setjum lög og reglur í samfélaginu einkum af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi til að samlíf okkar sé greiðara og þjálla en annars væri, sbr. umferðalög. Í öðru lagi ráða siðferðishugmyndir ferðinni, hvað er rétt og hvað rangt.

Lög um fíkniefni snúa fyrst og fremst að siðferði. Sum fíkniefni er ólögleg þar sem þau gera engum gott og flestum illt (kannabis í þágu lækninga er jaðartilfelli). Við sem fæddumst upp úr miðri síðustu öld höfum lifað við það ófrelsi alla tíð að sum fíkniefni eru bönnuð og meðferð þeirra varðar við lög. 

Það er hægt að hugsa sér meira og verra ófrelsi en að ólögleg fíkniefni skuli áfram ólögleg. Raunar er það ekki ýkja erfitt.  

 


Helga Vala: gerum glæpi normal

Rökin fyrir afglæpavæðingu fíkniefna má nota til að afglæpavæða önnur lögbrot. ,,Brotið er svo léttvægt og sá sem framdi það er í raun fórnarlambið," er viðkvæðið.

Björn Leví pírati skrifar í Moggagrein í dag að fíkniefnaneysla stafi af ,,sársaukanum sem fólk upplifir innra með sér." 

Búðarþjófnaður er léttvægur og gerandinn í heimilisofbeldi er þrunginn innri sársauka þegar hann lemur maka og börn.

Helga Vala þingmaður Samfylkingar vill að við gerum allt til að ,,lina þján­ing­ar þeirra" sem fremja lögbrot. 

Eigum við að afglæpavæða búðaþjófnað og heimilisofbeldi?


mbl.is „Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bowie rasisti?

David Bowie söng um árið ljóð til kínversku stelpunnar. Söngurinn er rasískur, segir vökull rétttrúnaðurinn.

Ljóðlínur eins og

Visions of swastikas in my head
Plans for everyone
Its in the white of my eyes

og

I will give you eyes of blue
I will give you a man who wants to rule the world

má vitanlega túlka út og suður.

En lagið er engu að síður ástaróður með smáskammti af heimshryggð.

 

 


Nýlagt skautasvell á vegum

Nýtt malbik, t.d. á Ægissíðu og Bústaðavegi, er rennislétt og eftir því með lélegt veggrip.

Varla eru það eldflaugavísindi að slitlag á vegum eiga að vera þannig úr garði gerð að ekki valdi slysahættu.

Hvað fór úrskeiðis?


mbl.is Malbikið „nánast eins og skautasvell“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róm, Reykjavík og lýðhyggja

Ísland er lýðveldi og á það sameiginlegt öðrum lýðveldum í henni veröld að sækja stjórnskipunina til Rómarlýðveldis sem stóð í hálft árþúsund fyrir Krist. 

Res publica kölluðu Rómverjar fyrirbærið og þýðir það sem varðar almenning. Megineinkennið var að æðstu embættismenn, tveir konsúlar eða ræðismenn, voru valdir árlega í kosningum. Konsúlar komu úr frumfjölskyldum Rómar, patríörkum, sem áttu sæti í öldungaráði, senati, og nefndust senatorar. Þeir Rómverjar sem ekki tilheyrðu patríörkum voru almenningur, plebeijar.

Til að viðhalda jafnvægi milli stéttanna, patríarka og plebba, var komið á fót embætti alþýðuforingja, tribúna. Alþýðuforingjar gerðu kröfur fyrir hönd alþýðunnar, til dæmis um jarðnæði og aðild að dómsvaldi.

Skammstöfun lýðveldisins, sem enn má sjá í Róm, er SPQR. Merkingin er þessi: senatið og Rómarlýður.

Ársaga Rómar, skráð af Livíus, er saga togstreitu senatora, elítunnar, og plebbanna, almennings. Það sem sameinar lýð og elítu er óvinur í nágrannahéruðum Rómar. Sígld saga lýðvelda.

Lýðhyggja er samstofna hugmyndinni um lýðveldi. Þessari stjórnskipun fylgir að tilkall til valda er tvinnað úr tveim þáttum. Fyrri þátturinn er oft ofinn úr auði, ætt, skólagöngu, sbr. MR og sex forsetar Íslands, og starfsferli. Seinni þátturinn er lýðhylli.

Stjórnmálaskýranda kosningasjónvarps RÚV til margra ára, Ólafi Þ. Harðarsyni, tókst með snotrum hætti að koma á framfæri greiningunni að sitjandi forseti fékk lýðhylli sína á RÚV. Í forföllum Ólafs var Guðni Th. um margra daga skeið í beinni útsendingu, þegar Efstaleiti felldi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vorið 2016. Nokkrum dögum síðar bauð Guðni Th. sig fram til forseta og fékk sigur.

,,Ég var þá í Harvard í rannsóknaleyfi," sagði Ólafur Þ. og gaf þar með til kynna að lýðhylli Guðna Th. væri tilviljun. Það er laukrétt, hylli lýðsins er hvikul og ekki til að reiða sig á.

 

    


Þjóðhyggjan sigraði

Lágstemmdri kosningabaráttu með löngu fyrirséðum úrslitum lauk með sigri þjóðarinnar. Kosningaþátttakan er um 70 prósent sem ber lýðræðisást þjóðarinnar fagurt vitni.

Meginþorri þjóðarinnar telur skyldu sína að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn í vali á þjóðhöfðingja þótt nánast hafi verið um sjálfkjör að ræða. Aðeins þjóð meðvituð um fullveldi sitt og sjálfstæði sýnir slíkan þegnskap.

Göngum glöð inn í sumarnóttina.


mbl.is Hlakkar til næstu fjögurra ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi er ekki fyrir börn

Maðurinn er fæddur frjáls, en hvarvetna er hann í hlekkjum, skrifaði Rousseau um miðja 18. öld og var fyrirboði byltinga næstu tveggja alda. Þegar sá frönskumælandi skrifaði var gefið að fullorðnir réðu fyrir samfélögum en ekki börn og unglingar. 

Á hinn bóginn: maðurinn er ekki fæddur frjáls heldur ósjálfbjarga. Án hjálpar deyr maðurinn við fæðingu. Eftir fæðingu tekur við uppeldi þar sem ábyrgð og frelsi haldast í hendur.

Quentin Skinner, einn áhugaverðasti hugsuður samtímans, endurlífgar frelsishugmynd sem er eldri en náttúruspeki Rousseau. Frelsi er að vera óháður öðrum vilja en sínum eigin, segir Skinner með vísun í aðgreiningu Rómverja á frjálsum mönnum og þrælum. Frelsi krefst vilja, sem verður til með þroska. 

Ráðandi skilningur, nánast frá dögum Rousseau, er að frelsi sé að ,,gera það sem ég vil" án afskipta annarra. Eini fyrirvarinn er að maður gangi ekki á rétt annarra til að gera það sem þeir vilja. Á seinni tímum gagnast þessi útgáfa frelsisins helst ábyrgðalausu frekjunni sem með hávaða og látum þrengir andrými þeirra ábyrgu og hófsömu. 

Hvað gerir maðurinn, eftir að hann verður sjálfbjarga og með eigin vilja, gjarnan á milli tektar og tvítugs eða þrítugs? Jú, allur þorri manna leitar í hjónaband. Hjónaband gerir manninn háðan maka sínum. Makar bera gagnkvæma ábyrgð á sér og sínum.  Tapaður maki þýðir glataðan lífsvilja fyrir margan manninn.

Maðurinn leitar í ófrelsið, skv. skilgreiningu Skinner,  af fúsum og frjálsum vilja. Ástæðan liggur í augum uppi. Maðurinn er ekkert án samfélags við aðra menn. Fyrsta samfélagið sem sjálfbjarga maður leitar í er makasamband. Vinasamband barna og unglinga er lærdómsferill að markmiðinu - finna lífsförunaut.

Ýmsa menningarsjúkdóma samtímans má rekja til þess að við höfum gleymt aðgreiningunni á milli þeirra sem eru börn og fullorðnir, ósjálfbjarga og sjálfbjarga. Einstaklingsútgáfan af frelsishugmyndinni, spyrt saman við hugmynd Rousseau um að maðurinn sé fæddur frjáls, tröllríður húsum þar sem frelsið er allt en ábyrgðin engin.

Það þykir við hæfi að ósjálfbjarga börn kenni þeim fullorðnu að bjarga heiminum. Víst er það öðrum þræði fyndið. Meinið er að þegar ósjálfbjarga og ábyrgðalausar frekjur ráða ferðinni endar leiðangurinn oftast illa.

 

 

 


RÚV: Logi kýs Guðna

RÚV er smeykt um að sinn maður fái ekki nægilega góða kosninga á morgun. Skellt var í frétt um að Logi formaður Samfylkingar kjósi Guðna Th.

Þær verða ekki stærri fréttirnar.

Eða þannig.


Bruni, dauði og sendiráðsmaðurinn

Íslenskir fjölmiðlar tengja ,,sendiráðsmann" við eld í fjölbýlishúsi steinsnar frá rússneska sendiráðinu þar sem þrír létust og tveir eru á gjörgæslu.

Í frétt mbl.is um dularfulla ,,sendiráðsmanninn" segir: 

Rúss­neska sendi­ráðið óskaði eft­ir aðstoð lög­reglu vegna manns sem lét ófriðlega við sendi­ráðið í dag. Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir ekki hægt að staðfesta neitt um tengsl hans við brun­ann...

Sendiráðsmenn njóta friðhelgi. Almennt kalla sendiráð ekki eftir aðstoð lögreglu til að skikka eigið fólk. Texti fréttarinnar gefur einnig til kynna að sá sem lét ófriðlega við sendiráðið sé óviðkomandi sendiráðinu.

Fjölmiðlar eiga ekki að búa til æsifréttir úr harmleik.


mbl.is Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur innan handar í Reykjavík og Kína

Össur fyrrum formaður Samfylkingar var innflytjanda kínverskra strætisvagna innan handar að selja þá í borgarfyrirtækið Strætó bs.

Kínversk tækni er vitanlega rómuð fyrir áreiðanleika.

Rétt eins og engum hvarflar spillingu til hugar þegar samfylkingarmenn sitja beggja vegna borðsins. Sei, sei, nei.


mbl.is Össur innan handar við umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband