Bjarni ábyrgur, vinstrimenn óábyrgir

Ríkissjóður er sameign okkar allra. Heilbrigð ríkisfjármál eru undirstaða velferðar á Íslandi.

Bjarni Benediktsson hittir naglann á höfuðið þegar hann gagnrýnir vinstrimenn fyrir að taka undir ítrustu kröfur stéttarfélaga opinberra starfsmanna. 

Á hverjum tíma er ákveðinn rammi fyrir launastefnu, bæði í opinbera geiranum og á almennum markaði. Stefnan þessi misserin heitir lífskjarasamningar. Launahækkanir verða að rúmast innan þeirra. Annað er óábyrgt.


mbl.is Óábyrgt að fallast á allar kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar framleiða vantraust

Tilgangur Pírata í stjórnmálum er að skapa vantraust. Hugmyndin að baki er einföld. Í andrúmslofti vantrausts skapast tækifæri fyrir valdsókn uppreisnarafla. Og þar þykjast Píratar sérfræðingar.

Bakland Pírata er óánægjuliðið sem vill að samfélagið skaffi sér lífskjör en er ekki tilbúið að vinna fyrir þeim. Viðhorfið er: ef líf mitt er misheppnað þá er samfélagið sökudólgurinn. Óánægjuliðið lifir á vantrausti. Til að treysta samfélaginu þarf sjálfstraust. Þeir misheppnuðu hafa ekkert sjálfstraust.

Þingmenn Pírata ljúga upp á sig prófgráðum sem samfélagið veitti þeim ekki. Píratar fyrirlíta samfélagið sem þeir þykjast vinna fyrir. Traust er forsenda samfélags.  


mbl.is Mun ekki styðja nýjan formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband