75% fordómaleysi

Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum Reykjavíkurborgar verða ekki fyrir fordómum í starfi. Sá fjórðungur sem verður fyrir fordómum líður fyrir að vera erlendur, stríðir við vanheilsu, er á röngum aldri eða kyni, ekki í meðalþyngd, er fatlaður, með trúarskoðun eða kynhneigð sem er fordæmd.

Ef listinn er tæmandi vekja áhugamál ekki fordóma og heldur ekki stjórnmálaskoðanir né húðlitur eða hár- og augnlitur. Fjölskylduaðstæður og stjörnumerki eru samkvæmt þessu fordómalaus og jafnframt klæðaburður. Hreinlæti, eða skortur þar á, er ekki tilefni til fordóma.

Það flækir málið að fordómar eru settir í flokk með ,,skorti á virðingu í starfi." Þannig mælast ekki fordómar gegn óstundvísi, leti og hyskni.

Að öllu virtu er 75 prósent fordómaleysi fremur hátt hlutfall. Sé tekið mið af umræðunni almennt hefði mátt ætla hlutfallið öfugt, að allur þorri fólks yrði fyrir fordómum út af stóru eða smáu. Við búum jú í aðfinnslusamfélagi pólitísks rétttrúnaðar.


mbl.is 25% nefna fordóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband