Brennum Bristol, borgin er byggð á þrælasölu

Bristol er byggð á þrælasölu, segir sagnfræðingur sem fagnar eyðileggingu borgarminja. Sagnfræðingurinn leggur þó ekki til að borginni sé eytt.

En hvers vegna ekki? Borg byggð á þrælasölu hlýtur að vekja álíka andstyggð og bronsstytta af þrælasala. Og hvað með íbúana. Einhverjir þeirra eru afkomendur þrælasala. Er ekki rétt að þeir fái makleg málagjöld?

Hugmyndafræðin um hreinan kynstofn fékk sína stund um miðja síðustu öld. Nú er komið að hugmyndafræðinni um sögulegt sakleysi. Við hljótum að krossa fingur í von um að sögulega sakleysið fái ekki viðlíka hljómgrunn. Minnumst þess að keltnesku þrælanna er enn óhefnt á íslenskri grundu.

Og þrælahaldarinn er drap tíu þræla Hjörleifs með köldu blóði stendur keikur á Arnarhvoli.

 

 


mbl.is Styttan af Colston verði ekki endurreist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógur eða mýri

Hvort á að græða landið skógi eða gera það að mýri? Ungmennafélagshugsjónin segir já við skógi en mýrin er fyrsti kostur þeirra sem trúa á manngert veðurfar.

Auðvitað er algjör tilviljun að Skógræktarfélag Íslands segi sig úr Landvernd mýrarfólksins.

Engin ,,styggð" er þar á milli, aðeins ólík heimssýn.

 


mbl.is Skógræktarfélag Íslands segir sig úr Landvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband